Fyrstu persónu skotleikur
tegund tölvuleikjar
Fyrstu persónu skotleikur á ensku skammstafað FPS (First Person Shooter) er skotleikur þar sem spilarinn sér leikjaheiminn frá sjónarhorni leikjapersónunnar. Fyrstu persónu skotleikir hafa verið mjög vinsælir frá því að byltingarkenndir leikir eins og Wolfenstein 3D og Doom komu út. Þeir hafa einnig verið þeir leikir sem hvað mest hafa notast við þrívíddargrafík og netspilun og hafa þess vegna verið stór hvati fyrir tækniframfarir í heimilistölvum og í tölvuleikjagerð. Fyrstu persónu skotleikurinn var sú gerð tölvuleikja sem átti hvað mestan þátt í því að draga úr vinsældum ævintýraleikja sem fram að þeim tíma voru meðal vinsælustu gerða tölvuleikja.