League of Legends

League of Legends eða LOL er MOBA leikur sem hannaður er og gefinn út af Riot Games fyrir Microsoft Windows,Nintendo og Mac OS X. Leikurinn er byggður á hugmyndum frá Defense of the Ancients (DotA) fyrir tölvuleikinn Warcraft III: The Frozen Throne. Það er ókeypis að spila leikinn en hann er kostaður af örviðskiptum. Leikurinn kom á markað 27. október 2009 og hefur síðan notið sívaxandi vinsæld og var í árið 2012 samkvæmt upplýsingum í Forbes tímaritinu sá PC leikur sem mest var spilaður í Norður-Ameríku og Evrópu miðað við hve margar klukkustundir fóru í leikjaspilun.

Í leiknum League of Legends eru spilarar í hlutverki eða "champion" og hafa sérstaka eiginleika og berjast við lið á móti öðrum leikendum eða tölvustýrðum champions. Í vinsælasta leikham er markmið hvers liðst að eyða nexus hjá liðum andstæðinga en það er bygging sem er í hjarta vígis sem er umlukið varnarvirkjum. Hver League of Legends-leikur byrjar á að allir champions eru veikir og eflast með að safna gulli og reynslu gegnum leikinn.

Öflugt samfélag er kringum leikinn. Riot Games skipuleggur keppnir þar sem átta atvinnulið eru í hverri heimsálfu.

TenglarBreyta

   Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.