Stöð 2 eSport er íslensk sjónvarpsstöð sem sýnir frá innlendum jafnt sem erlendum rafíþróttaviðburðum.[1]

Efni breyta

Stöð 2 eSport sýnir m.a. frá úrvalsdeildinni í rafíþróttum á Íslandi sem heitir í dag Ljósleiðaradeildin, GTS Iceland[2] og Game Tíví. Einnig framleiðir og sýnir Stöð 2 eSports þættina Sögur úr CS, hvar Tómas Jóhannsson fær rafíþróttaleikfólk í heimsókn og ræðir titla, heyrir sögur bæði um lið og leikfólk sem og hver reynslan hafi verið.[3]

Stöð 2 eSport er rekin af Sýn.

Tilvísanir breyta

  1. Tinni Sveinsson (20. mars 2020). „Bein útsending: Stöð 2 eSport fer í loftið“. Vísir.
  2. „GTS Iceland á Stöð 2 eSport !“. GTS Iceland. 7. ágúst 2020.
  3. „CS Nostalgían: Sögur úr CS - Some0ne“. Vísir. 18. janúar 2023.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.