Souvanna Phouma

Forsætisráðherra Laos (1901–1984)
(Endurbeint frá Prins Souvanna Phouma)

Prins Souvanna Phouma (7. október 190110. janúar 1984) var leiðtogi hinna hlutlausu í átökum vinstri og hægri í Laos á árunum 1945 til 1975. Hann var einnig mörgum sinnum forsætisráðherra í konunglegu ríkisstjórninni í Laos, 19511952, 19561958, 1960 og 19621975.

Souvanna Phouma
ເຈົ້າສຸວັນນະພູມາ
Forsætisráðherra Laos
Í embætti
21. nóvember 1951 – 20. október 1954
ÞjóðhöfðingiSisavang Vong
ForveriPhoui Sananikone
EftirmaðurKatay Don Sasorith
Í embætti
21. mars 1956 – 17. ágúst 1958
ForveriKatay Don Sasorith
EftirmaðurPhoui Sananikone
Í embætti
30. ágúst 1960 – 13. desember 1960
ÞjóðhöfðingiSisavang Vatthana
ForveriSomsanith Vongkotrattana
EftirmaðurBoun Oum
Í embætti
23. júní 1962 – 2. desember 1975
ForveriBoun Oum
EftirmaðurKaysone Phomvihane
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. október 1901
Luang Prabang, Laos
Látinn10. janúar 1984 (82 ára) Vientiane, Laos
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkur Laos (Phak Xat Kao Na)
MakiAline Claire Allard

Souvanna Phouma fæddist inn í varakonugsfjöldskylduna í Luang Prabang, hann var náfrændi Sisavangvong konungs Laos. Hann fékk franska menntun í Hanoi, Paris og Grenoble, þar útskrifaðist hann sem arkitekt og byggingaverkfræðingur.

Souvanna Phouma, ásamt hálfbræðrum sínum tveim, Phetsarath (1891-1959) og Souphanouvong (1909-1995), hóf afskipti af stjórnmálum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar þegar hreyfingin Lao Issara var stofnuð til að berjast gegn frönskum yfirráðum yfir Laos.

Ráðherrastörf

breyta

Við kosningarnar 1951 vann flokkur Souvanna Phouma stórsigur og hann var gerður að forsætisráðherra.

Eftir kosningarnar 1955 var Souvanna Phouma á ný valinn sem forsætisráðherra og hafði hann þjóðasátt sem sitt höfuðmál. Souvanna Phouma og Pathet Lao gerðu bandalag 1956 um að mynda „ríkisstjórn allrar þjóðarinnar“. Það var þó ekki fyrr en 1958 sem tveir fulltrúar Pathet Lao tóku sæti í ríkisstjórninni og var annar þeirra Souphanouvong. Þótti endurkoma Souvanna Phouma heldur slæmar fréttir í Bandaríkjunum. Í júní sama ár steyptu hægri menn stjórninni og skipaði konungur prins Boun Oum forsætisráðherra í staðinn.

Hluti herliðs konungssinna hertóku Vientiane 1960 og kröfðust þess að landið yrði lýst hlutlaust. Souvanna Phouma var enn að nýju í forsæti ríkisstjórnarinnar og samdi við Souphanouvong fyrir hönd Pathet Lao. Í desember 1960 gerðu hersveitir úr konunglega hernum, að þessu sinnu undir stjórn hægrimanna, uppreysn og hertóku Vietiane. Souvanna Phouma ásamt fjölda stuðningsmanna flúði til svæða sem voru undir stjórn Pathet Lao. Mörg lönd, bæði þau sem voru undir stjórn kommúnista og eins hlutlaus eins og Indland studdu Souvanna Phouma sem réttmætan forsætisráðherra Laos. Bandaríkin og stuðningsríki þeirra studdu herstjórnina í Vientiane sem var formlega undir stjórn Boun Oum.

Þegar John F. Kennedy varð forseti í Bandaríkjunum 1961 var tekin upp ný stefna gagnvart Laos. Var nú stefnan að Laos ætti að var hlutlaust land. Ný Gefarráðstefna var kölluð saman í maí 1961 og var þar enn samþykkt að Laos skildi vera hlutlaust. Í júní sama ár gerði prinsaþrenningin, Boun Oum, Souvanna Phouma og Souphanouvong samþykkt um að mynda samsteypustjórn.

Nýja stjórnin tók ekki við völdum fyrr en í júlí 1962 með Souvanna Phouma sem forsætisráðherra. Stjórnsamstarfið einkenndist af miklum deilum og leystist stjórnin upp um mitt ár 1964. Dróst nú Laos af fullum krafti inn í Víetnamstríðið (sem eiginlega ætti að heita seinni Indókínastyrjöldin). Hægrisinnaðar hersveitir konungssinna réðu að mestu í Vientiane með aðstoð leynilegra bandarískra sveita. Souvanna Phouma sat samt áfram sem valdalítill forsætisráherra allt fram til 1975 þegar kommúnistar náðu völdum í öllu landinu. Souvanna Phouma lifði áfram í Laos til dauðadaga og var mildilega meðhöndlaður af hinum nýju valdhöfum miðað við marga aðra.

Heimildir

breyta
  • Stuart-Fox, Martin (1997) A History of Laos. Cambridge: Cambridge University Press.
  • Gunn, Geoffrey C. (1998) Theravadins, Colonialists and Commissars in Laos. Bangkok: White Lotus Press.