Platína
Platína er frumefni með efnatáknið Pt og er númer 78 í lotukerfinu. Þetta er þungur, þjáll, linur, verðmætur og gráhvítur hliðarmálmur, sem er einnig mjög tæringarþolinn og finnst í nikkel- og kopargrýti og að auki í náttúrulegu formi. Platína er notuð í skartgripi, tækjabúnað í rannsóknarstofur, rafsnerta, tannlækningar og mengunarvarnakerfi bíla.
Palladín | |||||||||||||||||||||||||
Iridín | Platína | Gull | |||||||||||||||||||||||
Darmstadtín | |||||||||||||||||||||||||
|
Almenn einkenni
breytaÍ hreinu formi er platína fallega silfurhvít, lin og hamranleg. Hún er einnig tæringarþolin. Hvataeiginleikar allra sex málmanna í platínuflokknum eru framúrskarandi (blanda súrefnis og vetnis springur í viðurvist platínu). Sökum þessara hvataeiginleika er platína notuð í hvarfakúta í útblásturskerfum bíla.
Slit- og tæringarþol platínu gerir hana vel tilfallna í skartgripagerð og verðmætari en gull. Verð platínu breytist eftir framboði en er yfirleitt tvöfalt meira en gulls. Fágæti platínu á 18. öld varð til þess að Lúðvík XVI frakkakonungur lýsti því yfir að hún væri eini málmurinn sem að hæfði kóngi.
Aðrir markverðir eiginleikar teljast vörn við efnaskaða, frábærir háhitaeiginleikar, og stöðugir rafmagnsfræðilegir eiginleikar. Allir þessir eiginleikar hafa verið notaðir á einn eða annan hátt í iðnaði. Platína oxast ekki í snertingu við loft við hvaða hitastig sem er en getur tærst af cýaníði, halógenum, brennistein og lút. Hún leysist hvorki upp í salt- né saltpéturssýru en er þó uppleysanleg með kóngavatni. Algeng oxunarstig platínu eru +2, +3 og +4.
Notkun
breyta- Hvati í hvarfakúta, sem að er aukabúnaður í útblásturskerfi bensínknúnna bifreiða.
- Sum efnasambönd sem innihalda platínu geta skotið sér inn í kjarnsýru og eru þess vegna notuð í lyfjameðferðir.
- Platínuviðnámshitamæla.
- Rafskaut sem notuð eru í rafgreiningu.
Saga
breytaPlatína dregur nafn sitt af spænska orðinu platina sem þýðir „lítið silfur“.
Platína og platínumálmblöndur hafa þekkst í náttúrulegu formi í langan tíma. Þó að hún hafi verið notuð af innfæddum ameríkönum fyrir landafundi Kólumbusar, var fyrst getið til hennar í Evrópu árið 1557 í skrifum ítalska hugvísindamannsins Julius Caesar Scaliger sem lýsing á dularfullum málmi er fannst í mið-amerískum námum á milli Darién (Panama) og Mexíkó ("þar til nú óbræðanlegur af neinni spænskri list").
Spánverjar kölluðu málminn platina, eða „litla silfrið“, þegar þeir rákust á það fyrst í Kólumbíu. Þeir litu á platínu sem óæskileg óhreinindi í silfrinu sem að þeir voru að grafa eftir, og hentu henni.
Platína var svo loksins uppgötvuð af stjarnfræðingunum Antonio de Ulloa og Don Jorge Juan y Santacilia, sem báðir voru tilkvaddir af Filipus V spánarkonungi til að verða samferða landfræðilegum leiðangri til Perú, sem að stóð frá 1735 til 1745. Ulloa sá þar platina del pinto, sem var óvinnanlegur málmur sem fannst með gulli í Nýju-Granada (Kólumbía). Á leiðnni til baka til Spánar var skip hans tekið af Bresku sjóræningjaskipi. Þó að farið hafi vel um hann í Englandi, hann var jafnvel gerður meðlimur að Konunglega Vísindafélaginu, var honum ókleyft að skrifa um þennan óþekkta málm þangað til árið 1748. Áður en að það gerðist þó, einangraði Charles Wood frumefnið árið 1741.
Merki gullgerðarlistar yfir platínu (til vinstri) var gert með því að tengja saman merki silfurs og gulls.
Í langan tíma var metrinn skilgreindur sem fjarlægð milli tveggja lína á stöng úr platínu-iridín málmblöndu. Er þessi stöng enn geymd hjá Bureau International des Poids et Mesures í Sevres í Frakklandi. Sívalningur úr sömu málmblöndu er þó enn þann daginn í dag notaður sem skilgreiningin á kílógrammi og er geymt í sama húsi og metrastöngin. Platína er einnig notuð í skilgreiningunni á staðalvetnisskauti.
Tilvist
breytaPlatína finnst oft í hreinu formi og blandað saman við iridín sem platiniridín. Platínuarseníðið, sperrýlít, er stór uppspretta platínu í tengslum við nikkelgrýti í Sudbury í Ontario.
Samsætur
breytaNáttúruleg platína samanstendur af fimm náttúrulegum samsætum, og einni geislasamsætu, Pt-190, sem hefur gríðarlega langan helmingunartíma (6 milljarði ára). Til er fjöldi geislasamsætna, þar sem sú stöðugasta, Pt-193, hefur helmingunartíma 50 ár.
Varúðarráðstafanir
breytaPlatína er yfirleitt óeitruð sökum óhvarfgirni sinnar en efnasambönd platínu teljast baneitruð. Efnasambönd platínu finnast mjög sjaldan í náttúrunni.