Málmblanda er samsetning, annaðhvort í lausn eða sem efnasamband, tveggja eða fleirri frumefna, þar sem að minnsta kosti eitt þeirra er málmur og þar sem að niðustaðan er efni með málmkennda eiginleika sem að eru frábrugðnir eiginleikum uppistöðuefnanna.

Stál er málmblanda.

Málmblöndur eru yfirleitt hannaðar til að hafa eiginleika sem að eru eftirsóknaverðari en uppistöðuefni þeirra. Sem dæmi er stál sterkara en járn sem að er eitt aðaluppistöðuefni þess, og látún er endingarbetra en kopar, en fallegra en sink.

Ólíkt hreinum málmum hafa málmblöndur ekki einungis eitt bræðslumark. Í stað þess hafa þær bræðslumarkssvið, þar sem að efnið er blanda af storku- og vökvaham. Sérstakar málmblöndur hafa verið hannaðar sem að hafa bara eitt bræðslumark og eru þær kallaðar jafnstorkublöndur.

Stundum er málmblanda nefnd einungis eftir undirstöðumálminum, eins og til dæmis 14 karata gull, sem að er blanda gulls og annarra frumefna. Sama gildir um silfur sem að notað er í skartgripi og ál sem að notað er í burðarramma.

Dæmi um málmblöndur:

Tengt efni

breyta