Púntland er svæði í norðausturhluta Sómalíu sem nær yfir héruðin Nugaal, Bari, Karkaar, Mudug, Sool, Sanaag og Cayne. Höfuðstaður svæðisins er borgin Garowe en stærsta borgin er Bosaso. Stjórn Púntlands er fylgjandi sameiningu Sómalíu í eitt sambandsríki. Deilt er um hvort Sool og Sannag eru hluti Púntlands eða Sómalílands sem nær yfir norðvesturhlutann og sækist eftir fullu sjálfstæði. Svæðið er nefnt eftir hinu forna landi Púnt sem minnst er á í ritum Forn-Egypta. Bandalag ættbálka á svæðinu undir forystu Abdullahi Yusuf Ahmed lýsti yfir sjálfstjórn árið 1998. Ahmed stýrði stjórn svæðisins til 2004 þegar hann var kjörinn forseti Sómalíu. Í desember það sama ár varð Púntland fyrir miklu tjóni vegna jarðskjálftanna á Indlandshafi.

Punntland Government
Dowlad Goboleedka Buntlaand ee Soomaaliya
ولاية أرض البنط الصومالية
Wilāyat Arḍ al-Bunṭ aṣ-Ṣūmāliyyah
Fáni Púntlands Skjaldarmerki Púntlands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Stjarna norðursins“
Staðsetning Púntlands
Höfuðborg Garowe
Opinbert tungumál sómalska, arabíska
Stjórnarfar forsetalýðveldi

Forseti
Varaforseti
Abdiweli Mohamed Ali
Abdihakim Abdullahi Haji Omar
Sjálfræði
 • innan Sómalíu 1. ágúst 1998 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
-. sæti
212.510 km²
n/a
Mannfjöldi
 • Samtals (2015)
 • Þéttleiki byggðar
-. sæti
4.284.633
20,1/km²
Gjaldmiðill sómalskur skildingur
Tímabelti Austur-Afríkutími (UTC+3)
Þjóðarlén .so
Landsnúmer +252

Aðalnáttúruauðlindir svæðisins eru í hafinu þar sem fiskveiðar eru stundaðar. Svæðið flytur út humar, þurrkaðan fisk og túnfisk. Frá upplausn miðstjórnarvaldsins í Sómalíu 1991 hafa ólöglegar fiskveiðar erlendra togara vaxið mikið í hafinu við strendur Púntlands. Sjórán eru mikið vandamál og sjóræningjar gera út frá þorpum við ströndina að Adenflóa í norðri þar sem ein fjölfarnasta siglingaleið flutningaskipa í heiminum er staðsett, til og frá Súesskurðinum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.