Sjómaður
sá sem stýrir sjóskipum eða aðstoðar við það
- Þessi grein fjallar um mann sem fer á sjó, „sjómaður“ getur einni átt við styrkleikakeppni tveggja einstaklinga.
Sjómaður er maður sem starfar á sjó, hvort sem er við fiskveiðar (fiskimaður) eða flutninga (farmaður).
Orðið á jafnt við um þá sem róa einir á litlum bátum og sjómenn sem starfa í áhöfnum stórra skipa. Á stærri skipum gildir ákveðin stöðuskipun þar sem skipstjóri er hæstráðandi og ber ábyrgð á öðrum um borð. Nú til dags er oftast krafist sérmenntunar hjá þeim sem gegna yfirmannsstöðum um borð í stærri skipum.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Sjómaður.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Sjómaður.