Heilbrigðisnefnd Alþingis

Heilbrigðisnefnd var ein af fastanefndum Alþingis. Nefndin fjallaði meðal annars um mál sem vörðuðu almenn heilbrigðismál, áfengis- og vímuefnavarnir, heilsugæslu, heilsuhæli, heilsuvernd, hjúkrunar- og dvalarheimili, landlækni,lyf og lyfsölu, sjúkrahús, málefni heilbrigðisstarfsmanna og réttindi sjúklinga.[1] Fastanefndum Alþingis var fækkað úr tólf í átta þann 1. október 2011 og heyra málefni heilbrigðisnefndar í dag að mestu leyti undir velferðarnefnd.[2]

Tilvísanir breyta

  1. „Heilbrigðisnefnd“. Sótt 18.mars 2010.
  2. „Heilbrigðisnefnd“. Sótt 20.nóvember 2011.

Tenglar breyta