Efnahags- og skattanefnd Alþingis

Efnahags- og skattanefnd var ein af fastanefndum Alþingis, löggjafarþings íslenska ríkisins. Eitt helsta hlutverk hennar var að fjalla um lagafrumvörp þau sem varða skatta, tolla og eignir íslenska ríkisins (t.d. verðbréf og hlutabréf; lífeyrissjóði, banka og annað). Fastanefndum Alþingis var fækkað úr tólf í átta þann 1. október 2011 og heyra málefni efnahags- og skattanefndar í dag að mestu leiti undir efnahags- og viðskiptanefnd.[1]

Tilvísanir breyta

  1. „Efnahags- og skattanefnd“. Sótt 20.nóvember 2011.

Ytri tenglar breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.