macOS

stýrikerfi frá Apple
(Endurbeint frá OS X)

macOS (upphaflega Mac OS X, áður stytt í OS X) er stýrikerfi þróað og markaðsett af Apple síðan 2001. Það er þónokkuð á eftir Windows í markaðshlutdeild, en á undan Linux, þar með talið ChromeOS.

macOS
HönnuðurApple
Nýjasta útgáfamacOS 14 Sonoma (frá 2023)
Notkun Stýrikerfi
Vefsíða apple.com/macOS

macOS er annað Unix-lega stýrikerfi Apple Inc. Það fyrsta var A/UX kerfið sem Apple þróaði snemma á tíunda áratugnum til að keyra á netþjónum sem fyrirtækið framleiddi, það átti líka hlut í þróun MkLinux en það kerfi keyrði aldrei á vélum seldum frá fyrirtækinu.

Nýjustu útgáfur macOS keyra eingöngu á 64-bita örgjörvum, og hefur Apple tekið út stuðning fyrir 32-bita forrit. Upphaflega útgáfan af OS X, keyrði eingöngu á (32-bita) PowerPC örgjörvum, en síðar var skipt yfir í að nota Intel örgjörva, sams konar og notaði höfðu verið á Windows, og frá þeim tíma hefur líka verið hægt að keyra Windows á tölvunum sem macOS er fyrir. Síðan hefur hins vegar verið skipt algerlega yfir í ARM-örgjörva, og Apple hannar sitt eigið afbrigði af þeim, sú lína er nefnd Apple Silicon. Efir að það gerðist þá hefur macOS stuðning við iPad forrit (því ARM örgjörvinn er samhæfður iPad/iPhone) sem eru mun fleiri en hefbundin macOS forrit. Þau forrit eru reyndar öll gerð fyrir mús og lyklaborð, en iPad forrit ekki fyrir mús (heldur snertingu með puttum). iPad styður í seinni tíð líka penna, sem heldur er þóþjáll nema á lárétum skjá, en mús kemur að einhverju leiti í staðinn. Það er möguleiki á að þessi forrit séu ekki alveg eins vel aðlöguð, en flest, eða öll, eiga að virka. Þar sem hönnun forrita fer mikið efir viðmóti er óvíst að öll ("iPad") forritin séu þau bestu sem hægt er að gera fyrir macOS stýrikerfistölvur. Það sem getur hjálpað er að hægt er að nota rödd í einhverjum forritum, stuðningur við rödd getur verið sams konar á milli tækja. Annað er að forrit geta verið miðuð við minnst öflugasta fáanlega örgjörva (fyrir mesta markaðshlutdeild), eða hugsanlega mest öfluga t.d. á iPad, en þar sem iPad notast við rafhlöðu getur sá örgjörvi aldrei orðið eins öflugur. Hægt er að gera sum forrit, t.d. leiki, sem geta nýtt sér meira öfluga örgjörva en iPad bíður upp á, á macOS, en samt verið "iPad" forrit í einhverjum skilningu, þ.e. aðlagast minn öflugum ef keyrt er á iPad, t.d. þá með minna fínni grafík. En það krefst samt að betri grafíkin sé hönnuð og ef macOS hefur (áfram) mun minni markaðshlutdeild má vera að það yrði aldrei gert.

macOS sjálft er skrifað í forritunarmálunum C, C++ (t.d. kjarninn), Objective-C, og að auki í seinni útgáfum í nýja máli Apple, Swift. Það er hægt að skrifa forrit fyrir macOS (og iOS) í alls konar málum, ekki bara þessum, en mjög algengt var að nota Objective-C, en ekki lengur, og nú er Swift mikið notað.

Þegar stýrikerfið kom á markað árið 2001 var Mac OS X Server (frá 1999) þegar í nokkurri notkun (sem er ekki lengur selt, sölu hætt 2022, svo kom aldrei út fyrir ARM örgjörva).

Uppbygging

breyta

Apple hefur yfirumsjón með þróun kerfisins, en hlutar þess koma úr fjölmörgum áttum. Meðal annars er allnokkuð notað úr FreeBSD, NetBSD, OpenBSD og GNU kerfinu á Unix-hliðinni en margt er ættað úr NeXTSTEP og svo vitaskuld úr eldri útgáfum Mac OS.

Kjarni macOS, XNU, er blendingskjarni eða breyttur örkjarni byggður á nokkurs konar samsuðu Mach kjarnans frá Carnegie–Mellon háskóla og FreeBSD kjarnans, Mach hlutinn sér meðal annars um verndað minni, sýniminni umsjón með keyrðum forritum ofl. á meðan BSD ættaði hlutinn sér um netkerfið, sýniskráarkerfið ofl.

Darwin

breyta

Darwin er grunnur macOS og er byggður að mestu leiti á FreeBSD og Mach. Það er gefið út sem frjáls hugbúnaður af Apple Inc. Ýmsir hlutar kerfisins eru fengnir úr öðrum kerfum og þá aðallega BSD-kerfum og GNU. Darwin er hægt að keyra sjálfstætt á fleiri örgjörvum en PPC-örgjörvunum sem Apple notast við í Macintosh-tölvur sínar, eins og t.d. Intel-örgjörvum. Darwin keyrir svo undir örkjarna sem heitir XNU (XNU is not Unix).

Notendaviðmót macOS byggir á Aqua. Flestir notendur kerfisins nota nær eingöngu Aqua við sín störf.

Hlutar kerfisins

breyta

Kerfishlutir

breyta

Notendaforrit

breyta

Íslenskt mál í macOS

breyta
 
Mac OS X 10.3.8 á íslensku

Snemma kom í ljós að stuðningur OS X við íslenskt mál var ekki eins og best var á kosið og var það rakið til þess að með tilkomu Mac OS X var farið að nota 8-bita Unicode stafatöflu í stað MacRoman og MacIcelandic stafataflanna sem höfðu verið ríkjandi áður. Þetta olli þeim sem nota íslenskan texta í ýmsum hugbúnaði sem studdi ekki enn Unicode en keyrði þó á Mac OS X nokkrum vandræðum en áður höfðu þeir sem notuðu íslenskt mál á fyrri kerfum þurft að snurfusa kerfið til á ýmsan hátt til að gera sér auðvelt fyrir.

Stýrikerfi Apple voru fyrst allra með góðan stuðing við íslensku, þ.e. í viðmóti (ekki bara stafatöflum, aðrir voru með það fínt áður, þó svo að stýrikerfi frá mismunandi framleiendum voru með mismunandi íslenska stafatöflur, nú byggja allir á sama Unicode alþjóðastalinum sem styður íslensku og önnur mál). Lengi vel voru margir samkeppnisaðilar, t.d. Microsoft með engan stuning við íslensku (nema sem stafi), í viðmóti, en nú orðið er Apple ekkert sérstaklega spes með t.d. Android og Windows með stuðning líka.

Íslenskustuðningur

breyta

Humac ehf. (Apple IMC á Íslandi) brást við þessum vandamálum með því að gefa út viðbót sem látin var fylgja með og var kölluð íslenskustuðningur og lagaði hluta þeirra vandamála sem höfðu skapast vegna skiptingarinnar yfir í nýja stafatöflu. Með útgáfu 10.4 hefur þetta vandamál verið lagað að stórum hluta.

Íslensk þýðing

breyta

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2004 eftir að uppfærsla í útgáfu 10.3.8 var gefin út gaf Öflun ehf. út íslenska þýðingu á ýmsum hlutum kerfisins; Finder, Mail, Kerfisstillingum og iChat, en þýðingin fylgdi með íslenskustuðningnum.

Orðsifjar

breyta

Bókstafurinn X í nafninu stendur fyrir töluna 10 í rómverska talnakerfinu og því er er stýrikerfið oft nefnt annað hvort OS ex eða OS tíu en það er oft kallað tían í daglegu tali.

Þróun macOS

breyta
Útgáfa Nafn Gefið út
Rhapsody
þróunarútgáfa
Grail1Z4 /
Titan1U
31. ágúst 1997
Mac OS X Server 1.0 Hera 16. mars 1999
Mac OS X
þróunarforskoðun
Ekki vitað 16. mars 1999
Mac OS X Public Beta Kodiak 13. september 2000
Mac OS X 10.0 Cheetah 24. mars 2001
Mac OS X 10.1 Puma 25. september 2001
Mac OS X 10.2 Jaguar 24. ágúst 2002
Mac OS X 10.3 Panther 24. október 2003
Mac OS X 10.4 Tiger 29. apríl 2005
Mac OS X 10.5 Leopard 26. október 2007
Mac OS X 10.6 Snow Leopard 28. ágúst 2009
Mac OS X 10.7 Lion 20. júlí 2011
OS X 10.8 Mountain Lion 25. júlí 2012
OS X 10.9 Mavericks 22. október 2013
OS X 10.10 Yosemite 16. október 2014
OS X 10.11 El Capitan 30. september 2015
macOS 10.12 Sierra 20. september 2016
macOS 10.13 High Sierra 25. september 2017
macOS 10.14 Mojave 24. september 2018
macOS 10.15 Catalina 7. október 2019
macOS 11 Big Sur 12. nóvember 2020
macOS 12 Monterey 25. október 2021
macOS 13 Ventura 24. október 2022
macOS 14 Sonoma 26. september 2023

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
Apple forrit
Stýrikerfi: OS XMac OS 9
Pakkar: .MaciLifeiTunesiWorkAppleWorks
iLife: iTunesiPhotoiWebiDVDiMovieGarageBand
Áhugamannaforrit: Final Cut ExpressLogic Express
Atvinnuforrit: ApertureFinal Cut StudioLogic ProShake
Forrit sem fylgja Mac OS X: Front RowiChatPhoto BoothQuickTimeSafariTextEditCore AnimationMail
Þjónar: Apple Remote DesktopMac OS X ServerWebObjectsXsan
Hætt við: HyperCardMacDrawMac OSMacPaintMacProjectMacTerminalMacWrite