Jagúar (fræðiheiti: Panthera onca) er ein af fjórum tegundum innan ættkvíslar stórkatta (Panthera). Hann lifir í hitabeltinu í Ameríku og er eini stórkötturinn sem finnst þar. Jagúarinn er þriðja stærsta kattardýrið í heiminum á eftir tígrisdýrinu og ljóninu.

Jagúar
Tímabil steingervinga: Ár-miðpleistósen – okkar daga
Junior-Jaguar-Belize-Zoo.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Kattardýr (Felidae)
Ættkvísl: Stórkettir (Panthera)
Tegund:
P. onca

Tvínefni
Panthera onca
(Linnaeus, 1758)
Útbreyðslusvæði Jagúarinns
Útbreyðslusvæði Jagúarinns

Jagúar líkist blettatígri mest, þótt hann sé stærri og þrekvaxnari en að atferlinu til svipar honum meira til tígrisdýra. Að búsvæði kýs hann sér þétta regnskóga og eins og tígrisdýrið kann þessi kattartegund vel við sig í vatni.

Hann er einförult rándýr, efst í fæðukeðjunni og gegnir mikilvægu hlutverki við að halda jafnvægi í stofnstærð dýranna sem hann veiðir. Bit jagúarsins er óvenjulega kröftugt og notar hann það til að bíta bráð sína aftan frá, á milli eyrnanna í heilann, og drepur dýrið þannig með einni árás.

ÚtrýmingarhættanBreyta

Dýrunum hefur farið fækkandi að undanförnu vegna breytinga í umhverfi þess og árekstra við bændur og veiðimenn, þrátt fyrir veiðibann. Sífellt fleiri býli og þorp eru byggð, námur grafnar og vegir lagðir þar sem jagúarinn á heima og með því er hann smátt og smátt að komast í útrýmingarhættu. Þegar sveitabæir eru byggðir á heimasvæði jagúarsins á hann til að veiða búfé á bæjunum sem veldur því að jagúarinn er ekki í miklu uppáhaldi hjá bændum.

FæðaBreyta

Jagúar er, eins og öll önnur kattardýr, kjötæta og veiðir að minnsta kosti 87 tegundir dýra. Sem dæmi um fæðu hans má nefna dádýr, krókódíla, snáka, apa, egg, skjaldbökur, froska, fiska, letidýr og eiginlega hvaðeina sem jagúarinn getur náð. Oftast veiðir jagúarinn á jörðu niðri en á það til að fara upp í tré og stökkva á bráðina úr trénu. Jagúarinn er með mjög kröftuga kjálka og beittar tennur og drepur vanalega bráð sína með því að brjóta hauskúpuna.

Hegðun jagúarsBreyta

Búsvæði jagúars geta verið allfjölbreytt eins og skógar, regnskógar, mýrar, graslendi og stundum fjalllendi. Þeir eru einfarar og lifa lífi sínu einir, nema þegar fengitíminn er og þá er auðvitað læðan með hvolpana. Óðal karldýrsins er 19-53 ferkílómetrar að stærð á meðan kvendýrið lætur sér nægja 10-37 ferkílómetra. Karldýrið deilir oft óðali sínu með nokkrum kvendýrum en ver það fyrir öðrum karldýrum til að tryggja að öll kvendýrin séu með honum en ekki einhverjum öðrum. Ólíkt flestum öðrum kattardýrum kann jagúarinn vel við sig í vatni. Hann syndir oft í vötnum, leikur sér og þvær sér. Hann á einnig til að veiða fisk í vatninu.

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist