Sierra Nevada (Bandaríkin)
Sierra Nevada (Snæfjöll) er fjallgarður í Vestur-Bandaríkjunum, milli Miðdals Kaliforníu og Lægðarinnar miklu. Lengd er um 640 kílómetrar. Fjöllin eru að mestu i Kaliforníu en að litlu leyti í Nevada (Carson Range). Gullæðið í Kaliforníu var í hlíðum fjallanna.
Áhugaverðir staðir:
- Mount Whitney: Hæsta fjall Bandaríkjanna í 48 neðri fylkjunum.
- Þjóðgarðarnir: Yosemite National Park, Sequoia National Park og Kings Canyon National Park: Þar eru skógar með stærstu trjám í heimi risarauðvið, jökulsorfnir þverhníptir granítklettar og háir fossar.
- Lake Tahoe: Stærsta fjallavatn í N-Ameríku. Í 1.900 metra hæð og er vinsæll sumarleyfisstaður.