Opna aðalvalmynd

macOS, sem stendur fyrir Macintosh Operating System, er nafn á hópi af stýrikerfum frá Apple fyrir Macintosh tölvurnar. Það var fyrst kynnt árið 1984 fyrir upprunalegu Macintosh 128K tölvurna, og nafnið var þá skrifað: Mac OS. Stýrikerfið fór í gegnum kjarnauppfærslu þegar Mac OS X (útgáfa 10) varð til, seinna nafnið stytt í OS X, og svo síðar í macOS. Oft var talað um Mac OS X sem sér stýrikerfi þ.e. samhæfni við Mac OS var ekki að fullu tryggð, en stundum er Mac OS látið ná yfir bæði kerfin. Mac OS er stundum kallað í daglegu máli „System“ eða „Kerfi“. Apple reyndi strax að hanna betri stýrikerfi en þau sem þegar voru á markaðinum, flest stýrikerfi þess tíma voru tæknilega flókin, ófullkomin og frekar einhæf.

Fyrstu útgáfur Mac OS virkuðu bara með Motorola 68000-tölvum. Þegar Apple kynnti fyrstu tölvurnar með PowerPC vélbúnaði var stýrikerfi uppfært til þess að styðja þessa nýju tegund örgjörva.

macOS (þá sem OS X) hefur verið uppfært til þess að styðja x86-örgjörva.

ÚtgáfurBreyta

Fyrstu Macintosh stýrikerfin stóðu saman af tveim hlutum, „Kerfinu“ og „Finder“. Í Kerfi 7.5.1 var Mac OS merkið kynnt, breytt útgáfa af broskalli „Finder“.

ClassicBreyta

„Classic“ kerfið er þekkjanlegt á því að það er nær ómögulegt að komast í skipannalínu, stýrikerfið er eingöngu gluggakerfi.

Apple forrit
Stýrikerfi: OS XMac OS 9
Pakkar: .MaciLifeiTunesiWorkAppleWorks
iLife: iTunesiPhotoiWebiDVDiMovieGarageBand
Áhugamannaforrit: Final Cut ExpressLogic Express
Atvinnuforrit: ApertureFinal Cut StudioLogic ProShake
Forrit sem fylgja Mac OS X: Front RowiChatPhoto BoothQuickTimeSafariTextEditCore AnimationMail
Þjónar: Apple Remote DesktopMac OS X ServerWebObjectsXsan
Hætt við: HyperCardMacDrawMac OSMacPaintMacProjectMacTerminalMacWrite
   Þessi Applegrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.