Gluggi
Gluggi er op á vegg eða þak byggingar, sem stundum er lokað en að auki stundum opið og hleypir inn ljósi í vistarverunar. Á gluggum geta verið opnanleg fög sem notuð eru til að hleypa inn fersku lofti eða til að losa um fnyk og ódaun svo greiða leið hans út í andrúmsloftið. Gluggarúður úr gerðar úr gleri eða plexigleri.
Gluggategundir
breyta- blindgluggi er falskur skrautgluggi á kirkjuveggjum í gotneskri byggingarlist.
- glygg er gamalt íslenskt orð sem þýðir gluggi.
- hverfigluggi er lausagluggi, festur á teina um miðjan rammann þannig að hann opnast jafnmikið út að neðan og inn að ofan.
- ljóri er þakgluggi.
- rennigluggi er gluggi sem opnast og lokast með því að rúðunni er rennt til hliðar (eða upp og niður).
- renniloksgluggi er gluggi með renniloki sem er lok sem rennt er fyrir (ekki fellt yfir).
- skansgluggi er gluggi sem myndar bogalaga útskot frá sjálfum veggnum; skansgluggi er oft alsettur mörgum smágluggum.
- skjágluggi er gluggi með gagnsærri himnu í stað glerrúðu.
- sprógur er gamalt íslenskt orð yfir vindauga eða glugga.
- stafngluggi er gluggi á húsgafli, stafni.
- súðargluggi er gluggi á þaksúð.
- völtugluggi er e.k. hverfigluggi, opnanlegur gluggi sem leikur á tönnum neðst (og opnast inn að ofan).
- þakgluggi er (lítill) gluggi á þaki húss.
Gluggaumgjörð
breyta- gluggakista er lárétt (tré)sylla innan við og undir gluggarúðu. Einnig nefnt gluggasylla, gluggatrog eða sólbekkur.
- gluggafaldur er oft skrautlaga listar meðfram gluggum að innan (stundum einnig að utan).
- glugghús er gluggagrind, þ.e. bilið frá glugganum út á ytri brún veggjar eða inn á sólbekkjarbrún innan húss; gluggaloft.
- gluggapóstur er lóðréttur stafur (rimill) milli gluggarúðna.
- krosspóstur er póstur í glugga sem myndir kross.
- skjábulungur er umgerð (úr tré) utan um skjáinn, skjágrind.
- skjár er gegnsæ himna í glugga, notuð í stað rúðu (oft haft um allan gluggann)
- sólborð er gluggakarmur.
- sprausa er gamalt orð yfir gluggarúðuramma.
- sprossi er gluggapóstur.
- sproti er mjór póstur í glugga, hafður til að skipta honum í fleiri og smærri rúður.
- tíglagrind er grind í glugga sem myndar tígla og fyllir út í gluggarammann.
- vatnsbretti er skáhöll stein- eða trébrík undir glugga að utanverðu sem veitir vatni frá honum. Hallinn kallast gluggabotn á steinhúsum ef hann nær ekki fram úr vegg.
Glertegundir
breyta- blýgreypt gler eða blýgreyptir gluggar eru gluggar, jaðraðir með blýlengjum sem eru bræddar og festa þannig glerin saman.
- glýjað gler er gler sem minnir á hélaða rúðu.
- skæni er líknarbelgur, himna sem notuð var hér áður fyrr fyrir gler í gluggum (aðallega í íslenskum torfbæjum).
- vírgler er gler með innlögðum vírþráðum til styrktar.
- þolgler er öryggisgler.
- þráðgler er öryggisgler með þráðum í.
Sjá einnig
breytaTenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist glugga.