Lárus Halldór Grímsson
Lárus Halldór Grímsson (f. 13. desember 1954) er íslenskur hljómsveitarstjóri, hljóðfæraleikari, blásarakennari og tónskáld. Hann stjórnar Lúðrasveit Reykjavíkur og Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. Hann kennir bæði í tengslum við Skólahljómsveit Vesturbæjar og við Tónlistarskóla Seltjarnarness á þverflautu, klarínett og saxófón.
Lárus byrjaði 10 ára gamall að spila á þverflautu með Skólahljómsveit Vesturbæjar. Árið 1971 hóf hann svo nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann hélt áfram flautunáminu. Árið 1979 fór hann til Hollands og gekk í skólann Institut voor sonologie í Utrecht, þar sem hann lærði mikið hjá Jaap Vink. Lárus lauk námi þaðan árið 1984, en hélt áfram störfum við stofnunina.
Tónsmíðar Lárusar eru mestmegnis raftónlist, en á seinni árum hefur hann snúið sér meira að hljóðfæratónlist.
Verkalisti
breyta- 1980 – Þráfylgni fyrir segulband
- 1981 – Og þá riðu hetjur um héruð fyrir segulband
- 1981 – Rumsk fyrir strengi, sex flautur og 4 slagverksleikara
- 1981 – Sambúðarsundurþykkja fyrir sembal, horn og segulband
- 1982-83 – Winter Romanticism fyrir segulband
- 1984 – Back to the Beginning Again? fyrir fagott og segulband
- 1984 – Eitt sinn poppari ávallt poppari fyrir tvo gítara, píanó, sembal og segulband
- 1985 – I Sing the Body Electric fyrir kór og segulband
- 1986 – Amalgam fyrir segulband
- 1987 – By the Skin of My Teeth fyrir sembal (hljóðgervil) og segulband
- 1987 – Le Voeu fyrir segulband
- 1988 – Kiss of The Spiderwoman fyrir segulband
- 1989 – The Tempest fyrir segulband
- 1990 – Hotel Thingvellir fyrir segulband
- 1991 – Farvegir fyrir píanó
- 1992 – Klarínettukvartett
- 1993 – Tales from a Forlorn Fortress fyrir fagott, fiðlu, víólu og selló
- … – Slúðurdálkurinn fyrir sólóklarínett
- … – 'Tis a Stairway, Not a Street fyrir gítar og flautu
- … – Frískir menn og fölar meyjar fyrir sjö blásara, tvo slagverksleikara og bassagítar
- … – Tónlist við leikritið Næturgalann
- 2002 – Ann ég dýrust drósa fyrir kvæðamann og blásarasveit
- 2005 – Óður / Óður II fyrir flautu og blásarasveit
Heimildir
breyta- „Lárus Halldór Grímsson“. Sótt 31. mars 2006.
- „Dagskrá Lúðrasveitar Reykjavíkur“. Sótt 31. mars 2006.
- „Íslenska óperan – Lárus Halldór Grímsson“. Sótt 31. mars 2006.