Haukugla
Haukugla (Surnia ulula) er meðalstór ugla af ugluætt (Strigidae). Haukskenningin vísar til lögunar vængjanna, sem svipa til hauksvængja, og hins langa stéls. Haukuglan er eini meðlimur ættkvíslarinnar Surnia. Ýmsir meðlimir ættkvíslarinnar Ninox eru einnig kallaðir haukuglur.
Haukugla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Surnia ulula (Linnaeus, 1758) |
Haukuglan er 35–45 cm löng of hefur 69–82 cm vænghaf. Hún hefur kringluleitt höfuð og gul augu, dökkbrúna bakhlið og röndótta framhlið. Söngur hennar minnir á loftbólur og hljómar u.þ.b. eins og lúlúlúlúlúl.
Haukuglur er að finna í barrskógum tempraða beltisins, bæði í Norður-Ameríku og Evrasíu, venjulega við mörk opnari skógarsvæða. Uglurnar búa sér til hreiður í stórum holum í trjám eða nýta sér yfirgefin hreiður annarra stórra fugla. Þær hræðast menn ekki mjög, og gera árás ef komið er of nálægt ungum þeirra.
Haukugla er að hluta til dægurfugl, og veiðir smánagdýr og smáfugla, m.a. þresti. Hún bíður átekta á grein og nýtir sér snöggt flug til að ná bráð sinni. Hún hefur mjög góða heyrn og getur dýft sér í snjó til að ná nagdýrum undir yfirborðinu.
Haukuglan er ekki farfugl, en á það til að ferðast suður fyrir varpsvæði sín.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Northern hawk owl“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. apríl 2006.