Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar

Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar (skammstafað SVoM, áður Skólahljómsveit Vesturbæjar) er íslensk skólalúðrasveit sem starfrækt er í Vesturbæ Reykjavíkur. Hljómsveitin býður upp á kennslu á blásturs- eða slagverkshljóðfæri og tónfræði samhliða spili með sveitinni, og er hún einkum ætluð nemendum á grunnskólastigi. Hljómsveitinni er skipt í þrjár deildir fyrir mislangt komna: yngri sveit, miðsveit og eldri sveit. Í yngri sveitinni eru nemendur allt frá átta ára aldri, sem eru margir nýbyrjaðir að læra á hljóðfæri, en elstu nemendur í þeirri eldri eru nú 15 ára gamlir.

Höfuðstöðvar sveitarinnar eru í Vesturbæjarskóla, en sveitin starfar í skólahverfum Vesturbæjarskóla, Grandaskóla, Melaskóla (og Hagaskóla), Austurbæjarskóla, Hlíðaskóla og Háteigsskóla í samstarfi við skólana um kennsluaðstöðu. Núverandi stjórnandi sveitarinnar er Ingi Garðar Erlendsson. Æfingaaðstaða skólahljómsveitarinnar var áður í Hljómskálanum, húsi Lúðrasveitar Reykjavíkur, en Lárus Halldór Grímsson, stjórnandi L.R., stjórnaði lengi skólahljómsveitinni líka.


Lúðrasveitir í SÍSL
Skólahljómsveit Akraness | Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri | Skólahljómsveit Austurbæjar | Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts | Skólalúðrasveit Blönduóss | Skólahljómsveit Bolungarvíkur | Lúðrasveit Borgarness | Tónlistarskóli Dalasýslu | Lúðrasveit Eski- og Reyðafjarðar | Skólalúðrasveit Tónskóla Fáskrúðsfjarðar | Tónskóli Fljótsdalshéraðs | Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar | Skólahljómsveit Grafarvogs | Lúðrasveit Grundarfjarðar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar | Lúðrasveit Hafralækjarskóla | Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu | Lúðrasveit Tónlistarskóla Húsavíkur | Lúðrasveit Hveragerðis | Blásarasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar | Skólahljómsveit Kópavogs | Skólahljómsveit Mosfellsbæjar | Skólahljómsveit Mýrdalshrepps | Lúðrasveit Tónskóla Neskaupstaðar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Rangæinga | Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar | Lúðrasveit Tónlistarskóla Sandgerðis | Lúðrasveit Tónlistarskólans á Sauðárkróki | Skólalúðrasveit Selfoss | Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness | Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar | Blásarasveit Tónskóla Sigursveins og Tónmenntaskóla Reykjavíkur | Lúðrasveit Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu | Lúðrasveit Snæfellsbæjar | Lúðrasveit Stykkishólms | Skólalúðrasveit Vestmannaeyja | Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar | Skólahljómsveit Grunnskólans í Þorlákshöfn