Öglir (fræðiheiti: Archaeopteryx, úr grísku: ἀρχαίος „forn“ + πτερυξ „vængfjöður“) lifði á síðjúra og árkrít þar sem nú er Þýskaland, og er elsti og frumstæðasti fugl sem þekktur er. Uppgötvun fyrsta sýnisins, Archaeopteryx lithographica, árið 1861, tveimur árum eftir að Charles Darwin gaf út Uppruna tegundanna, setti af stað miklar umræður um þróun og hlutverk millistigssteingervinga (e. transitional fossils).

Öglir
Tímabil steingervinga: Síðjúra
Líkan af Archaeopteryx lithographica til sýnis í Oxford University Museum
Líkan af Archaeopteryx lithographica
til sýnis í Oxford University Museum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Archaeopterygiformes
Ætt: Archaeopterygidae
Huxley, 1871
Ættkvísl: Archaeopteryx
Tegund:
A. lithographica

Tvínefni
Archaeopteryx lithographica
Meyer, 1861

Síðar hafa fundist fleiri sýni af ögli, og eru þau nú orðin tíu talsins. Öll sýni sem fundist hafa eru úr kalksteinslagi við bæinn Solnhofen í Þýskalandi. [1] Hinn fíni kalksteinn, sem geymir nákvæmt mót af smáatriðum í líkamsbyggingu sem oftast sjást ekki í steingervingum, er notaður í steinprentsplötur, en til þess vísar lýsingin lithographica („steinprents-“).

Öglirinn sýnir mörg einkenni þeirrar greinar risaeðla sem nefnist þrítáungar (Theropoda). Uppgötvun nokkurra vel geymdra fiðraðra risaeðla í Kína á tíunda áratugnum staðfesti í augum margra vísindamanna tengslin milli risaeðla og fugla.