Wikipedia:Möppudýr
Möppudýr á Wikipedíu eru notendur sem hafa réttindi til að vinna ýmis hreingerningarverk, svo sem að eyða síðum og banna notendur sem vinna skemmdarverk.
Wikipedia er samvinnuverkefni og möppudýr eru bara venjulegir notendur eins og aðrir hér. Það er stefna íslensku Wikipediu að útdeila slíkum réttindum nokkuð frjálslega til allra þeirra sem hafa verið virkir þátttakendur í Wikipediuverkefninu um nokkra stund og hafa sýnt fram á það að þeir séu traustsins verðir.
MöppudýraréttindinBreyta
Möppudýr hafa engin sérstök réttindi umfram aðra á Wikipediu hvað varðar greinaskrif en hafa aðgang að nokkrum svæðum sem eru læst almennum notendum í öryggisskyni.
Möppudýr geta:
- Verndað/afverndað síður.
- Breytt vernduðum síðum.
- Eytt síðum og myndum.
- Afturkallað eyðingu á síðum.
- Tekið aftur fjölda-skemmdarverk.
- Bannað notendur, einstakar IP-tölur eða ákveðið IP-net um ákveðinn tíma eða til frambúðar ef skemmdarvargar eru vandamál.
- Breytt notandanöfnum.
- Gert notendur að möppudýrum.
- Merkt notendur sem vélmenni.
Hafa samband við möppudýrBreyta
Ef notanda finnst ástæða til að hafa samband við möppudýr um eitthvað sem ekki er hægt að ræða á almenna umræðuvettvanginum Pottinum þá er hægt að skilja eftir skilaboð á spjalli hvers möppudýrs, einnig hafa sum möppudýr gefið möguleika á að senda sér tölvupóst. Eftirfarandi möppudýr eru hvað virkust:
Umsóknir um möppudýrastöðuBreyta
- Ætlast er til að möppudýr hafi góða kunnáttu um hvernig samfélag Wikipediu virkar. Ágætis viðmið eru sumar reglurnar á Möppudýragátlistanum fyrir Ensku Wikipedia.
- Ritið notendanafn ykkar hér ef þið hafið áhuga á að gegna starfi möppudýrs (eða nafn notanda sem þið viljið tilnefna). Gott getur verið að nefna umsóknina í Pottinum til að fleiri viti af henni.
- Umsókn þarf 75% greiddra atkvæða og aldrei færri en 4 atkvæði til þess að teljast samþykkt, þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um tilvonandi möppudýr.
- Kosningarétt hafa þeir notendur sem hafa að baki 100 eða fleiri breytingar í aðalnafnrými og hafa verið skráðir í að minnsta kosti einn mánuð. Þó mega allir notendur tjá sig um umsóknir.
- Tillaga skal vera til umfjöllunar í eina viku að lágmarki.
Óvirk möppudýrBreyta
- Möppudýr sem hafa verið óvirk í heilt ár fá fyrirspurn inn á spjallsíðu sína um hvort að þau vilji halda réttindunum.
- Með óvirkni er átt við möppudýr hafi ekki gert neina breytingu og ekki framkvæmt neina aðgerð.
- Ef möppudýr sýnir engin viðbrögð við fyrirspurninni innan eins mánaðar þá missir það réttindin.
- Möppudýr sem missa réttindin samkvæmt þessari reglu geta alltaf beðið um þau aftur ef þau vilja síðar gerast virkir þátttakendur á ný.
Umsóknir/TilnefningarBreyta
Beiðni um viðmótsréttindi – ÞjarkurBreyta
Síðan 2016 (held ég) hefur verið lokað á réttindi möppudýra til að breyta almennum CSS og JS skjölum og þau réttindi færð yfir í sér-hóp sem kallast viðmótsréttindi . Ég væri til í að uppfæra CSSið fyrir upplýsingakassa og mögulega flytja inn nokkrar almennar græjur og óska því eftir blessun ykkar fyrir því að ég fái viðmótsréttindi. – Þjarkur (spjall) 29. desember 2019 kl. 23:45 (UTC)
- Veit ekki hvort þess sé krafist að kosið sé um slíkar beiðnir eða ekki, en hún fær allavega mitt atkvæði. Ef engin andmæli berast hingað fyrir lok 5. janúar 2020 mun ég líta svo á að beiðnin sé formlega samþykkt og bæti þér þá inn í þann hóp. -Svavar Kjarrval (spjall) 30. desember 2019 kl. 22:44 (UTC)
- Engin andmæli bárust og eitt atkvæði liggur fyrir. @Þjarkur er hér með einnig stjórnandi viðmóts. -Svavar Kjarrval (spjall) 6. janúar 2020 kl. 07:08 (UTC)
SnaevarBreyta
Ég legg hérmeð til að fá möppuréttindin aftur. Ég var möppudýr á árunum 2011-2017, en ég bað sjálfur um að hætta í maí 2017. Ég mun væntanlega mest snúa mér að eftirliti á myndum og langtímavörgum (LTA's).--Snaevar (spjall) 23. júní 2020 kl. 08:56 (UTC)
- Samþykkt-- Bragi H (spjall) 23. júní 2020 kl. 13:19 (UTC)
- Samþykkt--Berserkur (spjall) 23. júní 2020 kl. 09:21 (UTC)
- @Snaevar, áður en ég greiði atkvæði vil ég forvitnast um hvað endurnýjaði áhuga þinn á stöðunni. -Svavar Kjarrval (spjall) 23. júní 2020 kl. 09:41 (UTC)
- Samþykkt, eitthvað hefur þetta farið fram hjá fólki þessa síðustu mánuði, hnippi í nokkra sem hafa nýverið verið virkir hér skyldu þeir vilja leggja eitthvað til máls: Akigka, Salvor, TKSnaevarr, Kvk saga, Jóhannesbjarki, Moi – Þjarkur (spjall) 2. nóvember 2020 kl. 15:36 (UTC)
- Samþykkt --Akigka (spjall) 2. nóvember 2020 kl. 15:47 (UTC)
- Samþykkt TKSnaevarr (spjall) 2. nóvember 2020 kl. 16:06 (UTC)
- Samþykkt Jóhannesbjarki (spjall) 4. nóvember 2020 kl. 00:30 (UTC)
Núverandi möppudýrBreyta
Það eru 27 möppudýr á íslenska Wikipedia. Hér má sjá lista yfir þau möppudýr sem eru virk.
Fyrrverandi möppudýrBreyta
Notandi | Möppudýr síðan | Gerð(ur) að möppudýri af | Hætti | Ástæða |
---|---|---|---|---|
Amgine (spjall • framlög • aðgerðir) | 21. júní 2006 | Sj | 13 júní 2007 | Lauk tímabundinni vinnu. |
EinarBP (spjall • framlög • aðgerðir) | 18. febrúar 2005 | Friðrik Bragi Dýrfjörð | 2. maí 2008 | Óvirkt möppudýr. |
Girdi (spjall • framlög • aðgerðir) | 20. október 2006 | Bjarki Sigursveinsson | 10 júní 2007 | Sagði af sér. |
Sauðkindin (spjall • framlög • aðgerðir)[a] | 11. október 2004 | Ævar Arnfjörð Bjarmason | 3 júní 2007 | Hætti vinnu. |
Sindri (spjall • framlög • aðgerðir) | 11. júní 2004 | Andre Engels | 2. maí 2008 | Óvirkt möppudýr. |
Steinninn (spjall • framlög • aðgerðir) | 11. ágúst 2007 | Bjarki S | 21. janúar 2012 | Sagði af sér. |
Sterio (spjall • framlög • aðgerðir) | 11. ágúst 2007 | Bjarki S | 29. janúar 2012 | Óvirkt möppudýr. |
Nori (spjall • framlög • aðgerðir) | 25. apríl 2007 | Akigka | 16. febrúar 2012 | Óvirkt möppudýr. |
Spm (spjall • framlög • aðgerðir) | 11. júní 2004 | Andre Engels | 16. febrúar 2012 | Óvirkt möppudýr. |
Heiða María (spjall • framlög • aðgerðir) | 3. október 2005 | Friðrik Bragi Dýrfjörð | 16. febrúar 2012 | Óvirkt möppudýr. |
StalfurPDA (spjall • framlög • aðgerðir) | 11. ágúst 2007 | Bjarki S | 16. febrúar 2012 | Óvirkt möppudýr. |
Gdh (spjall • framlög • aðgerðir) | 19. nóvember 2005 | Friðrik Bragi Dýrfjörð | 11. maí 2012 | Óvirkt möppudýr. |
Stebbiv (spjall • framlög • aðgerðir) | 25. maí 2005 | Bjarki S | 22. febrúar 2013 | Óvirkt möppudýr. |
- ↑ Vélmenni, hafði möppudýraréttindi til að geta framkvæmt viðhald á vernduðum síðum (en svo varð ekkert úr því), Ævar Arnfjörð Bjarmason bar ábyrgð á því.
Tengt efniBreyta
- Sjálfvirkt uppfærður möppudýralisti.
- Gamla og nýja möppudýraskráin.
Wikipedia samfélagið | |
---|---|
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin | |
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |
Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni | |
Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu | |
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar | |
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá |