Þjóðvaki
Þjóðvaki var Íslenskur stjórnmálaflokkur sem að Jóhanna Sigurðardóttir stofnaði ásamt Ágústi Einarssyni árið 1994 eftir að hafa klofið sig út úr Alþýðuflokknum. Flokkurinn fékk fjórða þingmenn kjörna í alþingiskosningunum 1995. Þingmenn flokksins voru Jóhanna Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. Þingflokkur Þjóðvaka og þingflokkur Alþýðuflokksins sameinuðust þann 2. október 1996 yfir í Samtök jafnaðarmanna, en samt var flokkurinn Þjóðvaki ennþá til.[1] Þjóðvaki stóð að baki framboðs Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum 1999 og gekk formlega inn í flokkinn árið 2000.
Þjóðvaki | |
---|---|
Fylgi | 7,2%1995 |
Formaður | Jóhanna Sigurðardóttir |
Stofnár | 1994 |
Lagt niður | 2000 |
Gekk í | Samfylkinguna |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
jafnaðarstefna |
Heimildir
breyta- ↑ Alþingi: Tilkynning um sameiningu þingflokka, ávarp Rannveigar Guðmundsdóttur