Norðmannsætt er íslensk ætt, rakin frá séra Jóni Jónssyni Norðmann (18201877) og Katrínu Jónsdóttur (18281889) konu hans.

Jón Jónsson Norðmann var sonur Jóns Guðmundssonar frá Ásgerðarstöðum í Hörgárdal (18011866) og Margrétar Jónsdóttur frá Ytri-Bægisá á Þelamörk (17961872). Hann fæddist á Felli í Sléttuhlíð, nam guðfræði og var prestur á Miðgörðum í Grímsey frá 1846 til 1849 og á Barði í Fljótum í Skagafirði til dauðadags.

Katrín Jónsdóttir var fædd í Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði. Hún var dóttir séra Jóns Eiríkssonar (17981859) frá Djúpadal, prests í Brekku og á Undirfelli, og Bjargar Benediktsdóttur (18041866) frá Víðimýri. Katrín giftist Jóni Norðmann 17. júní 1851.

Jón tók ættarnafnið upp þegar hann var við nám í Bessastaðaskóla. Þar voru fjórir skólapiltar sem báru nafnið Jón og voru Jónssynir, og voru hver úr sínum landsfjórðungi. Þeir voru aðgreindir með viðurnefnunum Norðmann, Austmann og Vestmann, en Sunnlendingurinn var kallaður Jón Jónsson.

Börn Jóns og Katrínar

breyta

Jón og Katrín áttu sex börn og komust þrjú upp:

  • Guðmundur Stefán Jónsson (1856)
  • Jón Steindór Jónsson Norðmann (18581908)
  • Freyja Jónsdóttir (18591942)
  • Eugenía Jónsdóttir Norðmann (18611937)
  • Jósep Gottfreð Blöndal (1865)
  • Margrét Katrín Jónsdóttir (18711872)