Ashley Simon Young (fæddur 9. júlí 1985) er enskur fótboltamaður sem spilar sem bakvörður og kantmaður fyrir Enska úrvalsdeildarliðið Everton.

Ashley Young
Ashley Young 2018
Upplýsingar
Fullt nafn Ashley Simon Young
Fæðingardagur 9. júlí 1985
Fæðingarstaður    Stevenage, England
Hæð 1.75m
Leikstaða Bakvörður

Kantmaður

Núverandi lið
Núverandi lið Everton
Númer 18
Yngriflokkaferill
1995-2003 Watford
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2003-2007 Watford 98 (19)
2007-2011 Aston Villa 157 (30)
2011-2020 Manchester United 192 (15)
2020-2021 Inter Milan 44 (5)
2021-2023 Aston Villa 11 (0)
2023- Everton 0 (0)
Landsliðsferill
2006-2007

2007-2018

England U-21

England

10 (0)

39 (7)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Young hóf feril sinn í fótbolta fyrir Watford árið 2003. Hann varð fljótlega einn af mikilvægari leikmönnum Watford þangað til að hann var seldur til Aston Villa fyrir 8 milljónir punda sem risu á endanum í 9.65 milljónir punda árið 2007. Young spilaði fyrir Aston Villa til ársins 2011 þegar hann var keyptur af Manchester United. Young eyddi stærstum hluta af ferlinum sínum í Manchester borg. Árið 2020 fór hann frítt til Inter Milan, hann var þar í eitt tímabil. Inter Milan bar sigur í ítölsku deildinni tímabilið sem Young var leikmaður þeirra og varð Young því einn af þremur Englendingum til að afreka það, hinir tveir eru Jimmy Greaves sem tókst það með AC Milan árið 1961/1962 og annars vegar Gerry Hitchens sem gerði það einnig með Inter Milan tímabilið 1962/1963. Young snéri síðan aftur til Aston Villa árið 2021 þá orðin 36 ára gamall.