macOS
macOS (áður Mac OS X) er stýrikerfi í kynslóð Macintosh stýrikerfanna frá Apple. Stýrikerfið kom á markað árið 2001 en þá var Mac OS X Server þegar í nokkurri notkun.
macOS | |
Hönnuður | Apple |
---|---|
Nýjasta útgáfa | macOS 12 Monterey |
Notkun | Stýrikerfi |
Vefsíða | apple.com/macOS |
macOS er annað Unix-lega stýrikerfi Apple Inc. Það fyrsta var A/UX kerfið sem Apple þróaði snemma á tíunda áratugnum til að keyra á netþjónum sem fyrirtækið framleiddi, það átti líka hlut í þróun MkLinux en það kerfi keyrði aldrei á vélum seldum frá fyrirtækinu.
Nýjustu útgáfur macOS keyra eingöngu á 64-bita örgjörvum, og hefur Apple tekið út stuðning fyrir 32-bita forrit. Upphaflega útgáfan af OS X, keyrði eingöngu á (32-bita) PowerPC örgjörvum, en síðar var skipt yfir í að nota Intel örgjörva, sams konar og notaði höfðu verið á Windows, og frá þeim tíma hefur líka verið hægt að keyra Windows á tölvunum sem macOS er fyrir.
macOS sjálft er skrifað í forritunarmálunum, C, C++, Objective-C, og að auki í seinni útgáfum í nýja máli Apple Swift. Það er hægt að skrifa forrit fyrir macOS (og iOS) í alls konar málum, ekki bara þessum, en mjög algengt var að nota Objective-C, en ekki lengur, og nú er Swift mikið notað.
Uppbygging Breyta
Apple hefur yfirumsjón með þróun kerfisins, en hlutar þess koma úr fjölmörgum áttum. Meðal annars er allnokkuð notað úr FreeBSD, NetBSD, OpenBSD og GNU kerfinu á Unix-hliðinni en margt er ættað úr NeXTSTEP og svo vitaskuld úr eldri útgáfum Mac OS.
XNU Breyta
Kjarni macOS, XNU, er blendingskjarni eða breyttur örkjarni byggður á nokkurs konar samsuðu Mach kjarnans frá Carnegie–Mellon háskóla og FreeBSD kjarnans, Mach hlutinn sér meðal annars um verndað minni, sýniminni umsjón með keyrðum forritum ofl. á meðan BSD ættaði hlutinn sér um netkerfið, sýniskráarkerfið ofl.
Darwin Breyta
Darwin er grunnur macOS og er byggður að mestu leiti á FreeBSD og Mach. Það er gefið út sem frjáls hugbúnaður af Apple Inc. Ýmsir hlutar kerfisins eru fengnir úr öðrum kerfum og þá aðallega BSD-kerfum og GNU. Darwin er hægt að keyra sjálfstætt á fleiri örgjörvum en PPC-örgjörvunum sem Apple notast við í Macintosh-tölvur sínar, eins og t.d. Intel-örgjörvum. Darwin keyrir svo undir örkjarna sem heitir XNU (XNU is not Unix).
Aqua Breyta
Notendaviðmót macOS byggir á Aqua. Flestir notendur kerfisins nota nær eingöngu Aqua við sín störf.
Hlutar kerfisins Breyta
Kerfishlutir Breyta
- AppleScript – Skriftumál fyrir stýrikerfið sem byggir á myndrænu notendaumhverfi kerfisins.
- Dashboard – Kerfishluti sem sýnir ýmiskonar tól byggð á XHTML, CSS og JavaScript sem hægt er að fela og sýna með Exposé-tækninni.
- Mission Control – Með Mission Control (áður Exposé) er hægt að opna glugga og forrit sem eru í gangi á hraðvirkan hátt. Þetta er sérstaklega hentugt þegar mjög margir gluggar eru opnir í einu.
- Finder – Skráastjóri macOS
- System Preferences – Grunnstillingar stýrikerfisins. Svipar til Control Panel í Microsoft Windows.
- Font Book – Forrit til að hafa umsjón með leturgerðum.
- OpenGL – Opinn staðall fyrir þrívíddargrafík og er í flestum öðrum stýrikerfum.
- QuickTime – Forrit til að spila myndskeið og hljóð. Er einnig til í s.k. Pro-útgáfu sem þarf að borga fyrir, auk Windows-útgáfu.
- Spotlight – Notað til að leita að texta í skrám og annars staðar í kerfinu.
- X11 – Í OS X útgáfu 10.3 til 10.7 fylgir forritið X11.app sem hægt að keyra grafísk forrit sem byggð eru á X11 með Aqua-kerfinu.
Notendaforrit Breyta
- Chess – Skákleikur. Grafískt notendaviðmót fyrir GNU Chess.
- DVD Player – DVD-spilari.
- Forsýn – Myndrýniforrit með nokkrum myndvinnslumöguleikum. Það styður flestar gerðir mynda auk PDF-skjala, svo eitthvað sé nefnt.
- iChat – Spjallforrit sem notast við AOL og Jabber-tækni.
- Image Capture – Forrit til að ná ljósmyndum og myndskeiðum af stafrænum myndavélum.
- iSync – Forrit til að samstilla póstfangaskrá og iChat svo eitthvað sé nefnt við farsíma og lófatölvur.
- iTunes – Tónlistarspilari með innbyggðri netverslun til að versla tónlist. Styður m.a. MP3 og AAC.
- Mail – Póstforrit.
- Póstfangaskrá – Heldur utan um heimilisföng og upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki.
- Safari – Vefskoðari sem byggir á WebKit-vél ("gaffall" af KHTML-vél KDE-hópsins).
- TextEdit – Lítill textaritill ætlaður fyrir grundvallarvinnslu á texta.
Íslenskt mál í macOS Breyta
Snemma kom í ljós að stuðningur OS X við íslenskt mál var ekki eins og best var á kosið og var það rakið til þess að með tilkomu Mac OS X var farið að nota 8 bita Unicode stafatöflu í stað MacRoman og MacIcelandic stafataflanna sem höfðu verið ríkjandi áður. Þetta olli þeim sem nota íslenskan texta í ýmsum hugbúnaði sem studdi ekki enn Unicode en keyrði þó á Mac OS X nokkrum vandræðum en áður höfðu þeir sem notuðu íslenskt mál á fyrri kerfum þurft að snurfusa kerfið til á ýmsan hátt til að gera sér auðvelt fyrir.
Íslenskustuðningur Breyta
Humac ehf. (Apple IMC á Íslandi) brást við þessum vandamálum með því að gefa út viðbót sem látin var fylgja með og var kölluð íslenskustuðningur og lagaði hluta þeirra vandamála sem höfðu skapast vegna skiptingarinnar yfir í nýja stafatöflu. Með útgáfu 10.4 hefur þetta vandamál verið lagað að stórum hluta.
Íslensk þýðing Breyta
Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2004 eftir að uppfærsla í útgáfu 10.3.8 var gefin út gaf Öflun ehf. út íslenska þýðingu á ýmsum hlutum kerfisins; Finder, Mail, Kerfisstillingum og iChat, en þýðingin fylgdi með íslenskustuðningnum.
Orðsifjar Breyta
Bókstafurinn X í nafninu stendur fyrir töluna 10 í rómverska talnakerfinu og því er er stýrikerfið oft nefnt annað hvort OS ex eða OS tíu en það er oft kallað tían í daglegu tali.
Þróun macOS Breyta
Útgáfa | Nafn | Gefið út |
---|---|---|
Rhapsody þróunarútgáfa |
Grail1Z4 / Titan1U |
31. ágúst 1997 |
Mac OS X Server 1.0 | Hera | 16. mars 1999 |
Mac OS X þróunarforskoðun |
Ekki vitað | 16. mars 1999 |
Mac OS X Public Beta | Kodiak | 13. september 2000 |
Mac OS X 10.0 | Cheetah | 24. mars 2001 |
Mac OS X 10.1 | Puma | 25. september 2001 |
Mac OS X 10.2 | Jaguar | 24. ágúst 2002 |
Mac OS X 10.3 | Panther | 24. október 2003 |
Mac OS X 10.4 | Tiger | 29. apríl 2005 |
Mac OS X 10.5 | Leopard | 26. október 2007 |
Mac OS X 10.6 | Snow Leopard | 28. ágúst 2009 |
Mac OS X 10.7 | Lion | 20. júlí 2011 |
OS X 10.8 | Mountain Lion | 25. júlí 2012 |
OS X 10.9 | Mavericks | 22. október 2013 |
OS X 10.10 | Yosemite | 16. október 2014 |
OS X 10.11 | El Capitan | 30. september 2015 |
macOS 10.12 | Sierra | 20. september 2016 |
macOS 10.13 | High Sierra | 25. september 2017 |
macOS 10.14 | Mojave | 24. september 2018 |
macOS 10.15 | Catalina | 7. október 2019 |
macOS 11 | Big Sur | 12. nóvember 2020 |
macOS 12 | Monterey | 25. október 2021 |
Tengt efni Breyta
Tenglar Breyta
Apple forrit
| |
---|---|
Stýrikerfi: | OS X • Mac OS 9 |
Pakkar: | .Mac • iLife • iTunes • iWork • AppleWorks |
iLife: | iTunes • iPhoto • iWeb • iDVD • iMovie • GarageBand |
Áhugamannaforrit: | Final Cut Express • Logic Express |
Atvinnuforrit: | Aperture • Final Cut Studio • Logic Pro • Shake |
Forrit sem fylgja Mac OS X: | Front Row • iChat • Photo Booth • QuickTime • Safari • TextEdit • Core Animation • Mail |
Þjónar: | Apple Remote Desktop • Mac OS X Server • WebObjects • Xsan |
Hætt við: | HyperCard • MacDraw • Mac OS • MacPaint • MacProject • MacTerminal • MacWrite |