1794
ár
(Endurbeint frá MDCCXCIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1794 (MDCCXCIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Hið íslenska landsuppfræðingarfélag stofnað að frumkvæði Magnúsar Stephensen.
- 11. ágúst - Sveinn Pálsson og tveir félagar hans klífa Öræfajökul í fyrsta sinn. Þeir fóru þó ekki á Hvannadalshnjúk, heldur að öllum líkindum á þann tind sem nú heitir Sveinstindur.
- Hrappseyjarprentsmiðja hætti starfsemi.
Fædd
Dáin
- 24. ágúst - Björn Halldórsson, íslenskur prestur, skáld og frumkvöðull í garðyrkju (f. 1724).
- 9. nóvember - Skúli Magnússon, landfógeti (f. 1711).
Erlendis
breyta- 23. mars - Bretar náðu yfirráðum yfir eyjunni Martinique sem Frakkar stjórnuðu.
- 26. mars - Bandaríkin bönnuðu verslun til og frá Bretlandi til Bandaríkjanna.
- 17. - 19. apríl - Pólverjar gerðu uppreisn gegn rússneskum yfirráðum í Varsjá.
- 19. apríl - Bretland, Prússland og Holland mynduðu bandalag gegn Frakklandi.
- 30. maí - 4. júní - Bretar náðu yfirráðum yfir Port-au-Prince á Haítí.
- Júní-júlí: Vesúvíus gaus á Ítalíu. Bærinn Torre del Greco eyðilagðist.
- 27. júlí - Ógnarstjórnin endaði í Frakklandi með aftökum. Meðal þeirra sem teknir voru af lífi var byltingarmaðurinn Maximilien Robespierre.
- 16. nóvember - Rússar bældu niður uppreisnina í Varsjá.
- Trésmíðasveinaverkfallið í Kaupmannahöfn, fyrsta allsherjarverkfallið í Danmörku, átti sér stað.
Fædd
Dáin
- 28. júlí - Maximilien Robespierre (f. 1758) , franskur stjórnmálamaður.