1402
ár
(Endurbeint frá MCDII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1402 (MCDII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Svarti dauði barst til Íslands með skipi sem kom til Hvalfjarðar frá Englandi. Sóttin geisaði í landinu til 1404 og er talin hafa lagt að velli þriðjung landsmanna.
- Pétur Nikulásson Hólabiskup fór úr landi og kom ekki aftur. Hann hélt þó embættinu til dauðadags 1410 eða 1411.
- 25. desember - Fólk kom saman á Grenjaðarstað og hét á Guð og Maríu mey „mót þeirri ógurlegu drepsótt sem þá fór vestur eftir landinu“, segir í Grímsstaðaannál.
Fædd
Dáin
- Þorsteinn Eyjólfsson, hirðstjóri og lögmaður á Urðum.
- Halldóra abbadís í Kirkjubæ og sex aðrar nunnur þar.
- Sveinbjörn Sveinsson ábóti á Þingeyrum. Aðeins einn munkur lifði eftir í klaustrinu.
- Ingibjörg Örnólfsdóttir abbadís í Reynistaðarklaustri.
Erlendis
breyta- 26. júní - Orrustan við Casalecchio: Hertoginn af Mílanó, Gian Galeazzo Visconti, sigraði her Bologna en dó skömmu síðar.
- 20. júlí - Orrustan við Ankara: Timur sigraði soldán Ottómana, Bajesíð I, og tók hann höndum.
- September - Lög sett í Englandi þar sem Wales-búum er bannað að setjast þar að, gegna embættum, bera vopn eða kvænast enskum konum.
Fædd
Dáin
- 1. ágúst - Játmundur af Langley, fyrsti hertogi af York.
- 3. september - Gian Galeazzo Visconti, fyrsti hertogi af Mílanó (f. 1351).