Bologna

Borg í Emilía-Rómanja á Ítalíu

Bologna er borg í héraðinu Emilía-Rómanja á Ítalíu. Hún er höfuðstaður héraðsins með 384.202 íbúa ( 2013). Svæðið þar sem borgin stendur hefur verið byggt mönnum að minnsta kosti frá 9. öld f.Kr. (Villanovamenningin). Svæðið varð hluti af yfirráðasvæði Galla á Norður-Ítalíu þar til Rómverjar ráku þá burt 196 f.Kr.. Það voru síðan Rómverjar sem stofnuðu borgina Bononia árið 189 f.Kr..

Péturstorg í Bologna

Þessi ævaforna borg er einkum fræg sem háskólaborg og Bolognaháskóli (stofnaður 1088) er almennt talinn elsti háskóli heims. Eitt af kennileitum borgarinnar eru skökku turnarnir tveir Torre Asinelli (97 m) og Torre della Garisenda (upphaflega 60 m en nú 48 m) sem reistir voru á 13. öld. Mun fleiri slíkir turnar prýddu borgina á sínum tíma.

Borgin er kölluð rauða borgin (la cittá rossa)

Tenglar

breyta