Ingibjörg Örnólfsdóttir

Ingibjörg Örnólfsdóttir (d. 1402) var abbadís í Reynistaðarklaustri, vígð 1390 eftir lát Oddbjargar Jónsdóttur abbadísar, en dó í Svarta dauða.

Ingibjörg var dóttir Örnólfs Jónssonar bónda á Staðarfelli á Fellsströnd og systir Vermundar Örnólfssonar ábóta í Helgafellsklaustri. Faðir hennar var auðugur og lagði með dóttur sinni í klaustrið 40 hundruð, sem var mikið fé. Ráðsmaður í klaustrinu á hennar tíð var Björgólfur prestur Illugason. Vafalaust hafa fáar nunnur á Reynistað lifað af pláguna en Björgólfur lifði og stýrði klaustrinu fyrst í stað en hætti ráðsmennsku vorið 1408. Þá tóku systir Þórunn Ormsdóttir og systir Þuríður Halldórsdóttir við staðarforráðum og varð Þórunn príorinna, en abbadís var ekki skipuð aftur fyrr en 1437.

Heimildir breyta

  • „„Reynistaðarklaustur". Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, 8. árg. 1887“.
  • „„Reynistaðarklaustur". Sunnudagsblað Tímans, 6. ágúst 1967“.