Ingibjörg Örnólfsdóttir
Ingibjörg Örnólfsdóttir (d. 1402) var abbadís í Reynistaðarklaustri, vígð 1390 eftir lát Oddbjargar Jónsdóttur abbadísar, en dó í Svarta dauða.
Ingibjörg var dóttir Örnólfs Jónssonar bónda á Staðarfelli á Fellsströnd og systir Vermundar Örnólfssonar ábóta í Helgafellsklaustri. Faðir hennar var auðugur og lagði með dóttur sinni í klaustrið 40 hundruð, sem var mikið fé. Ráðsmaður í klaustrinu á hennar tíð var Björgólfur prestur Illugason. Vafalaust hafa fáar nunnur á Reynistað lifað af pláguna en Björgólfur lifði og stýrði klaustrinu fyrst í stað en hætti ráðsmennsku vorið 1408. Þá tóku systir Þórunn Ormsdóttir og systir Þuríður Halldórsdóttir við staðarforráðum og varð Þórunn príorinna, en abbadís var ekki skipuð aftur fyrr en 1437.