1401
ár
(Endurbeint frá MCDI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1401 (MCDI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Solveig Þorsteinsdóttir, kona Björns Jórsalafara, sigldi ein til Noregs á skipi þeirra en hann sat eftir heima í Vatnsfirði.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 24. mars - Timur Lenk, höfðingi Mongóla, lagði undir sig Damaskus.
- Margrét Valdimarsdóttir mikla lét völdin í Kalmarsambandinu formlega í hendur Eiríks af Pommern. Hún var þó enn mikilsráðandi á bak við tjöldin.
- Erkibiskupinn af Kantaraborg fékk Hinrik 4. konung til að setja lög þar sem svo var mælt fyrir að hver sá sem ætti enska þýðingu á Biblíunni skyldi teljast útlægur trúvillingur.
Fædd
- 12. maí - Shoko Japanskeisari (d. 1428).
- 27. október - Katrín Englandsdrottning, kona Hinriks 5. Englandskonungs (d. 1437).
- 21. desember - Masaccio, ítalskur listmálari (d. 1428).
Dáin
- 25. maí - María Sikileyjardrottning (f. 1363).
- Anabella Drummond, drottning Skotlands, kona Róberts 3. (f. um 1350).