Erkibiskup af Kantaraborg

Æðsti biskup Ensku biskupakirkjunnar

Erkibiskup af Kantaraborg er æðsti biskup og leiðtogi Ensku biskupakirkjunnar. Hann er jafnframt táknrænn leiðtogi Ensku kirkjunnar á heimsvísu og sóknarprestur Kantaraborgar. Núverandi erkibiskupinn er Justin Welby en hann var settur í hásæti í dómkirkjunni í Kantaraborg þann 21. mars 2013. Welby er 105. erkibiskupinn en embættið á rætur sínar að rekja til ársins 597 þegar Ágústín af Kantaraborg var sendur frá Róm. Fyrrum erkibiskupinn á undan Welby var Rowan Williams.

Justin Welby erkibiskup af Kantaraborg
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.