1375
ár
(Endurbeint frá MCCCLXXV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1375 (MCCCLXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Veturinn var harður, kallaður Hvalavetur, og búpeningur að falli kominn á langaföstu. Norðlendingar hétu þá á Guðmund biskup góða að gefa eina alin af hverju hundraði og senda í páfagarð. Batnaði þá tíðin og enginn fjárfellir varð.
- Árnesingaskrá fyrri eða Skálholtssamþykkt gerð í Skálholti af bestu mönnum og almúga. Þar var meðal annars kveðið á um að Íslendingar vildu engar utanstefningar hafa af hálfu konungsvaldsins og þess krafist að lögmenn og sýslumenn skyldu vera íslenskir menn.
Fædd
Dáin
- Þorgautur Jónsson, hirðstjóri.
- Andrés Gíslason úr Mörk, hirðstjóri, drukknaði á leið til landsins frá Noregi.
- Skúli Þórðarson sýslumaður, drukknaði á leið til landsins frá Noregi.
Erlendis
breyta- Október - Margrét Valdimarsdóttir varð ríkisstjóri Danmerkur við lát föður síns, Valdimars atterdag. Næsta vor varð svo fimm ára sonur hennar, Ólafur Hákonarson konungur Danmerkur. Hann varð konungur Noregs 1380.
- Hundrað ára stríðið: Englendingar glötuðu svo miklu landi í hendur Frakka að þeir héldu aðeins eftir strandbæjunum Calais, Bordeaux og Bayonne.
Fædd
- (líklega) - Gozewijn Comhaer, Skálholtsbiskup (d. 1447).
Dáin
- 24. október - Valdimar atterdag, Danakonungur.
- 21. desember - Giovanni Boccaccio, ítalskur rithöfundur (f. 1313).