Andrés Gíslason úr Mörk (d. 1375) var íslenskur hirðstjóri á 14. öld. Hann var kenndur við bæinn Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og hefur líklega búið þar en ætt hans er með öllu ókunn.

Andrés sigldi til Noregs 1355 og sigldi svo af stað til Íslands 1357 ásamt Jóni skráveifu, Þorsteini Eyjólfssyni og Árna Þórðarsyni en þeir höfðu fengið sameiginlega hirðstjórn yfir landinu til þriggja ára. Skipin sem þeir voru á hröktust til Hjaltlands og þurftu þeir að hafa þar vetursetu. Þeir komu því ekki heim fyrr en sumarið 1358 og tóku þá við hirðstjórn. Andrés og Árni fengu Sunnlendinga- og Austfirðingafjórðung saman.

Andrés fékk aftur hirðstjórn 1366 ásamt Ormi Snorrasyni. Hann sigldi utan næsta ár og er ekki getið aftur fyrr en 1375; þá er sagt frá því að skip sem hann var á fórst í hafi með allri áhöfn.

Kona Andrésar er óþekkt en synir hans munu hafa verið þeir Bjarni Andrésson ábóti í Viðeyjarklaustri, Þórarinn Andrésson prestur og officialis á Breiðabólstað í Fljótshlíð og Þorsteinn Andrésson prestur á Hallormsstað. Stundum hefur Gísli ríki Andrésson í Mörk verið talinn sonur Andrésar.

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Ívar Vigfússon hólmur
Hirðstjóri
með Árna Þórðarsyni, Jóni Guttormssyni og Þorsteini Eyjólfssyni
(13571360)
Eftirmaður:
Smiður Andrésson
Fyrirrennari:
Ólafur Pétursson
Þorsteinn Eyjólfsson
Hirðstjóri
með Ormi Snorrasyni
(13661367)
Eftirmaður:
Ormur Snorrason