Hvalavetur var heiti sem haft var um harðindavetur sem var á Íslandi árið 1375. Veturinn og vorið voru svo hörð að sagt var að enginn myndi slíkt. Grasspretta var mjög léleg um sumarið og hafís var við landið fram til 24. ágúst.

Í Lögmannsannál segir: „Féllu fátækir menn af harðrétti um allt Ísland svo að mörgum hundruðum sætti.“ Nafnið sem vetrinum var gefið bendir þó til þess að mikið hafi verið um hvalreka sem hefur vafalaust bjargað mörgum, en hval rak oft á hafísárum því hann hraktist undan ísnum.

Heimildir

breyta
  • „Nöfn á árstíðum eftir veðráttu. Lesbók Morgunblaðsins, 20. maí 1953“.