Varablómaætt
Varablómaætt[1] (latína: Lamiaceae) er ætt blómplantna sem inniheldur að mestu jurtkenndar plöntur og runna.[2] Meðal tegunda sem tilheyra varablómaætt er fjöldi kryddjurta, til dæmis basilíka, mynta, óreganó, salvía, marjoram, sædögg, blóðberg og fleiri tegundir.
Varablómaætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Smjörgras (Bartsia alpina) við Landmannalaugar. Smjörgras er af varablómaætt.
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Type genus | ||||||||||
Lamium | ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
326 talsins. Sjá texta. |
Einkenni
breytaHelsta einkenni varablómaættar eru blómin sem mynda tvær varir, þar sem önnur vörin er yfirleitt stærri en hin og efri vörin slútir oft yfir þá neðri. Blómin vaxa í hring utan um stöngulinn. Hvert blóm getur myndað fjögur fræ sem rúlla út um blómbikarinn þegar þau eru þroskuð.[2]
Plöntur af varablómaætt hafa laufblöð í pörum upp eftir stönglinum þar sem hvert blaðpar er hornrétt á næsta blaðpar. Laufin eru einföld og ekki samsett, gjarnan hærð eða með kirtlum. Stöngullinn er oft ferstrendur.[2]
Ættkvíslir og tegundir á Íslandi
breytaVarablómaætt inniheldur 326 ættkvíslir og um eða yfir 7000 tegundir. Á Íslandi finnst nokkur fjöldi innlendra plantna af varablómaætt auk slæðinga:
- Ajuga pyramidalis L. — Lyngbúi
- Bartsia alpina L. — Smjörgras
- Digitalis purpurea L. — Fingurbjargarblóm
- Dracocephalum sibiricum (L.) — Síberíudrekakollur
- Euphrasia calida Yeo — Hveraaugnfró
- Euphrasia frigida Pugsl. — Augnfró
- Euphrasia stricta D.Wolff ex J.F. Lehm. — Kirtilaugnfró
- Galeopsis bifida Boenn. — Skoruhjálmgras
- Galeopsis ladanum L. — Engjahjálmgras
- Galeopsis speciosa Miller — Gullhjálmgras
- Galeopsis tetrahit L. — Garðahjálmgras
- Lamium album L. — Ljósatvítönn
- Lamium amplexicaule L. — Varpatvítönn
- Lamium confertum Fries — Garðatvítönn
- Lamium hybridum Vill. — Flipatvítönn
- Lamium purpureum L. — Akurtvítönn
- Limosella aquatica L. — Efjugras
- Linaria repens (L.) Miller — Randagin
- Linaria vulgaris Miller — Gullgin
- Melampyrum sylvaticum L. — Krossjurt
- Mentha aquatica L. — Vatnamynta
- Mentha arvensis L. — Akurmynta
- Mentha longifolia (L.) Huds. — Grámynt
- Mentha spicata L. — Garðmynta
- Mentha x gracilis Sole — Engjamynta
- Mimulus guttatus DC — Apablóm
- Pedicularis flammea L. — Tröllastakkur
- Prunella vulgaris L. — Blákolla
- Rhinanthus angustifolius C.C.Gmel. — Meyjarsjóður
- Rhinanthus minor L. — Lokasjóður
- Stachys macrantha (K.Koch) Hyl. — Álfakollur
- Thymus praecox Opiz — Blóðberg
- Veronica agrestis L. — Akurdepla
- Veronica alpina L. — Fjalladepla
- Veronica anagallis-aquatica L. — Laugadepla
- Veronica arvensis L. — Reykjadepla
- Veronica chamaedrys L. — Völudepla
- Veronica fruticans Jacq. — Steindepla
- Veronica gentianoides Vahl — Kósakkadepla
- Veronica hederifolia L. — Bergfléttudepla
- Veronica longifolia L. — Langdepla
- Veronica officinalis L. — Hárdepla
- Veronica persica Poiret — Varmadepla
- Veronica polita Fries — Gljádepla
- Veronica scutellata L. — Skriðdepla
- Veronica serpyllifolia L. — Lækjadepla
Tilvísanir
breyta- ↑ Ágúst H. Bjarnason (2014). Plöntuættir. Sótt þann 21. júlí 2019.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 The Seed Site (án árs). Lamiaceae - the mint family. Sótt þann 21. júlí 2019.