Lækjadepla
Lækjadepla (fræðiheiti: Veronica serphyllifolia) er depla af græðisúruætt.
Lækjadepla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blóm lækjadeplu
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Veronica serphyllifolia L. |
Lýsing
breytaBlóm lækjadeplu eru ljósblá, í löngum, gisnum klasa. Þau eru 3 til 5 mm í þvermál og bikarblöðin eru græn og snubbótt. Fræflarnir eru tveir í hverju blómi og frævan hefur einn stíl sem verður að öfughjartalaga aldini.
Blöðin eru gagnstæð og gisin á stönglinum. Þá eru þau sporbaugótt eða egglensulaga, með stuttan stilk eða stilklaus. Jurtin öll er 10 til 20 sentímetra há og vex meðfram lækjasytrum, í skurðum eða í deigu graslendi.
Tilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lækjadepla.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Veronica serphyllifolia.