Smjörgras
(Endurbeint frá Bartsia alpina)
Smjörgras (fræðiheiti: Bartsia alpina) er blóm af varablómabálki sem vex í grónu landi, í klettum og fjallendi. Það verður gjarnan 15 til 30 cm á hæð.
Smjörgras | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Bartsia alpina L. |
Lýsing
breytaBlómin eru dökkfjólublá á litin og einsamhverf, um 1,5 til 2 sentimetrar á lengd. Bikarinn sjálfur er 5 til 7 millimetrar á lengd og bjöllulaga. Blöðin eru stilklaus, egglaga og eilítið loðin. Efstu blöðin eru gjarnan dökkfjólublá eins og blómið.
Tilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Smjörgras.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Bartsia alpina.