Meistaravellir (knattspyrnuvöllur)

(Endurbeint frá Kr-völlur)

Meistaravellir er heimavöllur KR. Á áhorfendasvæði eru 2781 sæti. Völlurinn hefur verið heimavöllur KR frá árinu 1984 en áður notuðu þeir Melavöllinn (þar sem að Þjóðarbókhlaðan stendur nú) og Laugardalsvöllinn. Í upphafi var völlurinn malarvöllur en fljótlega var gerður grasvöllur. Á svæðinu var oft mýri, sérstaklega um vetur og fram á vor, og var völlurinn sem er við hliðina á aðalvellinum oft notaður, frekar en hinn.

Meistaravellir
Meistaravellir

Fullt nafnMeistaravellir
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Hnit 64°08′44.46″N, 21°58′3.82″W 64°08′44.46″N 21°58′3.82″V / 64.1456833°N 21.9677278°V / 64.1456833; -21.9677278
Byggður1939-1951
Opnaður 1951
Endurnýjaður1987
Stækkaður1993
Eigandi KR
YfirborðGras
Notendur
Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Hámarksfjöldi
Sæti2781
Stæði1060
Stærð
105m x 65m

Meistaraflokkur karla lék fyrsta deildarleik sinn á KR-vellinum þann 15. ágúst 1984 á móti KA. KR vann leikinn 2-0, en mörkin skoruðu þeir Björn Rafnsson og Hálfdán Örlygsson.

Uppi eru áform um að stækka völlinn, svo að hann taki um 8000 manns í sæti. Vellinum yrði þá snúið um 90° og stúkan sem nú stendur við hlið vallarins yrði fyrir aftan annað markið. Hringstúka verður að öllum líkindum byggð við þá stúku sem þegar er til staðar. Hugmyndir eru einnig uppi um að hafa á vellinum gjafabúð og fleira [1][2].

Upplýsingar breyta

  • Stærð: 105 x 68 m
  • Opnunarleikur: 18. júlí 1951 KR - Vålerenga 3 - 2
  • Met aðsókn: 26. september 1998 - 5400 KR - ÍBV
  • Meðaltal áhorfenda tímabilið 2009: 1676 áhorfendur (hæsta meðalaðsóknin)
Aðstaða Fjöldi
Sæti / bekkir undir þaki 1541
Sæti / bekkir án þaks 0
Uppbyggð stæði með þaki 0
Uppbyggð stæði án þaks 1060
Önnur ósamþykkt aðstaða 180
Áhorfendur alls 2781

Andstæðingar KR breyta

Tölfræði er einungis úr deildarleikjum KR nema annað sé tekið fram.

Fyrstu leikir breyta

KR hefur tekið á móti 23 liðum í efstu deild á KR-velli frá því þeir hófu að leika deildarleiki þar. KA var fyrsti mótherjinn árið 1984. Fyrstu leikir KR á KR-vellinum fóru þannig [3]:

Uppfært 28. júní 2013 Blár litur merkir sigur KR, en rauður tap

 
Leikmenn KR fyrir fyrsta leik KR gegn Fjölni á KR-vellinum
Ár Lið Úrslit
1984   KR -   KA 2-0
1984   KR -   Þróttur 1-0
1985   KR -   ÍA 1-1
1985   KR -   Víkingur R. 2-1
1985   KR -   Þór Ak. 3-2
1985   KR -   Valur 1-2
1985   KR -   FH 3-1
1985   KR -   Keflavík 0-2
1985   KR -   Fram 1-1
1985   KR -   Víðir 1-1
1986   KR -   ÍBV 4-0
1986   KR -   Breiðablik 3-1
1987   KR -   Völsungur 2-0
1988   KR -   Leiftur 2-1
1989   KR -   Fylkir 2-2
1990   KR -   Stjarnan 1-0
1995   KR -   Grindavík 2-1
1997   KR -   Skallagrímur 4-0
1998   KR -   ÍR 3-0
2007   KR -   HK 3-2
2008   KR -   Fjölnir 2-0
2010   KR -   Haukar 2-2
2010   KR -   Selfoss 1-2
2013   KR -   Víkingur Ó. 2-1

Áhorfendur breyta

 
Meðaltal áhorfenda á leiki KR á KR-velli frá árinu 1991 miðað við meðaltal í deildinni sem heild. Feitletrun táknar meistaraár.

KR-völlurinn hefur verið vel sóttur alveg frá upphafi. Frá árinu 1991 hið minnsta hefur aðsókn á KR-leiki verið vel yfir meðaltali deildarinnar og oftar en ekki verið best sótti völlurinn það sumarið. Aldrei á þeim tíma hefur völlurinn dottið neðar en í 2. sæti yfir best sóttu velli sumarsins.

Flestir áhorfendur breyta

Flestir áhorfendur á deildarleik KR á KR-velli.

Blár litur merkir sigur KR, en rauður tap

Ár Lið Áhorfhendur Úrslit Umferð
1998   KR -   ÍBV 5.400 0-2 18. umferð
1999   KR -   ÍBV 5.120 3-0 15. umferð
2000   KR -   Fylkir 4.120 2-1 15. umferð
2003   KR -  Fylkir 3.673 4-0 15. umferð
1999   KR -  Keflavík 3.470 3-2 18. umferð
2010   KR -   FH 3.333 0-1 18. umferð
2000   KR -   ÍBV 3.260 1-0 17. umferð

Fæstir áhorfendur breyta

Fæstir áhorfendur á deildarleik KR á KR-velli. 5 af 6 leikjum eru gegn liðum utan höfuðborgarsvæðisins og 4 af 6 gegn liðum frá Akureyri.

Blár litur merkir sigur KR, en rauður tap

Ár Lið Áhorfhendur Úrslit
1995   KR -   Keflavík 299 3-3
1984   KR -   KA 280 2-0
1994   KR -   Þór 224 3-2
1989   KR -   Þór 212 3-2
1984   KR -   Þróttur 180 1-0
1988   KR -   Þór 94 1-2

Í augum andstæðingsins breyta

Fótbolti.net gerði könnun á meðal leikmanna árið 2006 m.a. um það hvaða völlur þeim fannst skemmtilegastur og erfiðastur. KR-völlurinn var valinn skemmtilegastur og jafnframt sá þriðji erfiðasti. Niðurstöðurnar vöru annars svo[4]:

Á hvaða velli er erfiðast að leika ?

  • Akranesvelli 27%
  • Hásteinsvelli 20%
  • KR-velli 16%
  • Kaplakrika 14%
  • Keflavíkurvelli 9%
  • Aðrir 14%

Á hvaða velli er skemmtilegast að leika fyrir utan þinn heimavöll?

  • KR-velli 54%
  • Laugardalsvelli 16%
  • Kaplakrika 9%
  • Hásteinsvelli 6%
  • Akranesvelli 5%
  • Keflavíkurvelli 4%
  • Víkin 4%
  • Aðrir 2%

Aftur gerði Fótbolti.net könnun árið 2010 um sama efni og var KR völlurinn aftur talinn sá skemmtilegasti og nú sá annar erfiðasti[5]:

Á hvaða velli er að þínu mati erfiðast að leika fyrir utan þinn heimavöll?

  • Kaplakriki 24%
  • Frostaskjól 23%
  • Hásteinsvöllur 15%
  • Stjörnuvöllur 10%
  • Keflavíkurvöllur 8%
  • Laugardalsvöllur 6%
  • Kópavogsvöllur 5%
  • Aðrir 10%

Á hvaða velli er að þínu mati skemmtilegast að leika fyrir utan þinn heimavöll?

  • Frostaskjól 44%
  • Kaplakriki 28%
  • Vodafonevöllur 7%
  • Laugardalsvöllur 6%
  • Aðrir 15%

Mörk KR breyta

Flest mörk KR-inga á KR-velli breyta

Flest mörk KR-inga á KR-velli í deildarleikjum.

Uppfært 16. september 2010

Leikmaður Mörk
Einar Þór Daníelsson 30
Björgólfur Takefusa 25
Guðmundur Benediktsson 24
Björn Rafnsson 19
Pétur Pétursson 15
Ríkharður Daðason 14
Andri Sigþórsson 12
Ragnar Margeirsson 12
Rúnar Kristinsson 12
Atli Eðvaldsson 11

Þrennur á KR-velli breyta

Tíu KR-ingar hafa skorað þrennu á KR-velli.

Björn Rafnsson gegn Keflavík, 1989
Atli Eðvaldsson gegn Víði, 1991
Mihajlo Bibercic gegn ÍA, 1995
Ríkharður Daðason gegn Grindavík, 1996
Einar Þór Daníelsson gegn ÍA, 1997
Andri Sigþórsson gegn Val, 1997
Arnar Gunnlaugsson gegn Fylki, 2003
Björgólfur Takefusa gegn Fylki, 2008
Óskar Örn Hauksson gegn Stjörnunni, 2009
Kjartan Henry Finnbogason gegn ÍBV, 2012

Tilvísanir breyta

  1. http://vefblod.visir.is/index.php?s=1593&p=43926[óvirkur tengill]
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 3. janúar 2008.
  3. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080725130736/www.kr.is/knattspyrna/upload/files/knattspyrnudeild/kr-hk-ka.pdf
  4. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=39454
  5. ttp://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=97925