Hnit (stærðfræði)

(Endurbeint frá Hnitakerfi)

Hnit í stærðfræði á við talnapar (a,b), sem sýnir staðsetningu punkts á tvívíðri sléttu, s.n. hnitakerfi. Hér eru a og b stök í mengi rauntalna og lýsa staðsetningu punktsins, a miðað við láréttan x-ás og b miðað við lóðréttan y-ás. Skurðpunktur (evklíðsk rúmfræði) þeirra hefur hnitið (0, 0) og er oft kallaður upphafspunktur O (dregið af orðinu origo, sem þýðir upphaf).

Mynd sem sýnir einfalt hnitakerfi

Einnig getur hnit verið talnaþrennd af gerðinni (a,b,c), sem sýnir hvar punktur er í þrívíðu hnitakerfi. Eins og í tvívíða kerfifnu eru a, b og c rauntölur og lýsa stöðu punktsins miðað við þrjá ása, x-ás og y-ás, sem eru hornréttir í láréttum fleti, og z-ás, sem er lóðréttur og sker hina tvo í sameiginlegum skurðpunkti, O = (0,0,0).

Á svipaðan hátt er mögulegt að sýna tvinntölu a + ib, þar sem i er þvertala, á tvinntalnasléttu, en þá kallast lóðrétti ásinn þverás. Algengust eru eftirfarandi hnitakerfi: rétthyrnt hnitakerfi og skauthnitakerfi.

Tengt efni breyta