Eilífsdalur
Eilífsdalur gengur suður að hátindi Esju úr Kjósinni. Samnefnt býli er í mynni Eilífsdals. Nafnið er þannig til komið að Kjalnesingurinn Helgi Bjóla fékk skipverja sínum Eilífi, bústað í bænum. Sagan segir auk þess að Eilífur hafi verið heygður á Eilífstindi, en erfitt er að komast á tindinn.[1]