Jökull er massi íss sem ekki nær að bráðna milli árstíða og er nógu þykkur til að skríða undan eigin þunga. Ís sem ekki skríður kallast snjófyrningar. Jöklar eru stærstu forðabúr jarðarinnar af ferskvatni. Þótt jökulís sé fast og hart efni við fyrstu sýn verður hann í raun seigfljótandi þegar hann nær ákveðinni þykkt og magni og tekur að skríða undan halla líkt og þykkur grautur. Þannig síga jökultungur í hægfara straumi niður fjallshlíðar eða út frá stórum jökulhvelum og mynda skriðjökla. Stærsti jökull jarðar er á Suðurskautslandinu. Jöklar fyrirfinnast í öllum heimsálfunum. Jöklafræði nefnist sú fræðigrein sem rannsakar sérstaklega jökla.

Jöklar flokkast annars vegar til þíðjökla, sem ísinn er nálægt frostmarki vatns, eða gaddjökla, þar sem hitastig íssins er ætíð neðan frostmarks vatns.

Skriðjöklar kallast þeir hlutar jökuls, sem renna hægt (þ.e. skríða) út frá meginjöklinum.

Fleiri jöklategundir eru hvílftarjöklar, hveljöklar og daljöklar.

Jökull í Los Glaciares-þjóðgarðinum í Argentínu

.

Jöklar á Íslandi

breyta
 
Schlatenkees, skriðjökull í Austurrísku Ölpun

Nafngreindir jöklar á Íslandi:

Tenglar

breyta

*Glacial structures - photo atlas Geymt 6 október 2012 í Wayback Machine

  • „Hvað eru margir jöklar á Íslandi?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig má flokka jökla?“. Vísindavefurinn.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.