Ok
Ok er 1.177 metra há dyngja úr grágrýti vestan Kaldadals. Á toppi hennar var samnefndur jökull sem er nú horfinn með öllu. Dyngjan myndaðist við hraungos á hlýskeiði síðla á ísöld.
Ok | |
Ok árið 2003 | |
Hæð | 1,177 metrar yfir sjávarmáli |
Staðsetning | Miðhálendi Íslands |
Fjallgarður | Enginn |
Árið 2019 var haldin minningarathöfn um jökulinn og var minnisvarði reistur þar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og Andri Snær Magnason, rithöfundur, voru meðal viðstaddra.[1] Nú er þar stöðuvatnið Blávatn.
Tilvísanir
breyta- ↑ Okjökull „fór hraðar en ég átti von á“ Geymt 18 ágúst 2019 í Wayback Machine Rúv, skoðað 18. ágúst 2019
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.