Tindfjallajökull

Tindfjallajökull er jökull á sunnanverðu Íslandi beint norður af Eyjafjallajökli. Jökullinn er um 19 km2 að flatarmáli.[1] Hæsti tindur Tindfjallajökuls er Ýmir sem er 1.462 metra hár og dregur nafn sitt af jötninum Ými í norrænni goðafræði. Tindfjallajökull er eldkeila. Um 5 km breið askja er við jökulinn sem myndaðist í sprengigosi fyrir um 54.000 árum. Hann er kenndur við Tindfjöll sem eru nokkrum kílómetrum sunnar.

Tindfjallajökull
Tindfjallajökull séður úr flugvél
Tindfjallajökull séður úr flugvél
Hæð 1.462 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning Rangárvallasýsla
Fjallgarður Tindfjöll

TilvísanirBreyta

  1. „Landmælingar Íslands - Ísland í tölum“. Sótt 15. ágúst 2009.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.