Hveljökull


Hveljökull er jökull sem myndast hefur á fjalli með sléttum toppi eða lítilli hásléttu. Þannig jöklar eru nokkuð algengir á Íslandi, til dæmis má taka Eiríksjökul og Þórisjökul.

Mýrdalsjökull
Eiríksjökull
Ísland á gervihnattamynd, stærri hveljöklar sjást greinlegt sem hvítar blettir
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Síðan eru líka til stærri útgáfur, eiginlegir hveljöklar. Þeir verða til þegar margir staðbundnir jöklar vaxa saman með tímanum í víðáttumiklu fjallendi, einkum ef jöklunarmörk lækka mikið á allöngum kuldaskeiðum. Hveljöklar af þessu tagi eru 200-900 m þykkir hérlendis og 160-8200 km2 að flatarmáli. Sá stærsti á Íslandi er Vatnajökull.

Frá ísaskilum efst á hverjum hveljökli skríður ísinn niður á við og fram í jaðrana.[1]

TilvísanirBreyta

  1. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur Jarðfræðilýkill. Reykjavík 2004