66°10′00″N 22°16′00″V / 66.16667°N 22.26667°V / 66.16667; -22.26667

Drangajökull
Kort yfir Vestfirði sem sýnir staðsetningu Drangajökuls
Drangajökull er skammt frá sjó

Drangajökull er 200 km² jökull á Vestfjörðum Íslands. Hann er nyrstur allra íslenskra jökla og dregur nafn sitt af Drangaskörðum á Ströndum, 7 klettadröngum sem ganga út í sjó frá Drangafjalli. Þegar Hornstrandir voru enn í byggð var jökullinn fjölfarin leið, þar yfir var m.a. dreginn rekaviður af Ströndum á hestum yfir í Djúp. Hann er ennfremur eini jökull Íslands alfarið undir kílómetra hæð og eins og sakir standa sem ekki hopar heldur vex nokkuð, og skýrist það einkum af meiri vetrarúrkomu.

Hæsti tindur Drangajökuls er Jökulbunga sem er 925 m. Upp úr jöklinum standa jökulskerin Hrollleifsborg (851 m), Reyðarbunga (777 m) og Hljóðabunga (825 m). Helstu skriðjöklar Drangajökuls eru Kaldalónsjökull, Leirufjarðarjökull, Þaralátursfjarðarjökull, Reykjafjarðarjökull og Bjarnarfjarðarjökull.

Heimildir

breyta
  • „Drangajökull og leiðir um hann“. Sótt 10. mars 2010.
  • „Hopar Drangajökull meira eða minna en aðrir jöklar á Íslandi?“. Vísindavefurinn.

Tengill

breyta