Torfajökull

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Torfajökull er eldstöðvakerfi og jökull norðan við Mýrdalsjökul og sunnan við Þórisvatn. Hæsti tindur Torfajökuls er um 1.190 metra hár. Jökullinn er um 15 ferkílómetrar.[1]

Torfajökull

Torfajökulssvæðið er mesta ríólítsvæði á Íslandi og næstmesta háhitasvæði á eftir Grímsvötnum. Á svæðinu er stærsta askja landsins. Torfajökull gaus síðast um árið 1480 en einnig er vitað af gosi árið 872. Hrafntinnuhraun myndaðist í gosinu um 872 en súru hraunin við Landmannalaugar, Námshraunin og Laugahraun mynduðust í gosinu árið 1477.[2]

Talið er að Torfajökull gæti verið næsti jökull á Íslandi sem hverfur vegna loftslagsbreytinga.[3] Fyrsti jökullinn sem hvarf var Ok.

Tengt efniBreyta

TilvísanirBreyta

  1. „Landmælingar Íslands - Ísland í tölum“. Sótt 15. ágúst 2009.
  2. Jóhann Ísak Pétursson; Jón Gauti Jónsson (2008). Almenn Jarðfræði. Iðnú.
  3. Torfa­jökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur
 
Torfajökulsaskja, Landmannalaugar