Hvilftarjökull

(Endurbeint frá Hvílftarjökull)

Á svæðum eins og Tröllaskaga eru margir dalir hátt uppi í fjallahlíðum sem eru eins og skál í laginu. Þetta eru hvilftardalir. Þeir urðu til með því að lítil jökull lá í langan tíma í dæld. Þessi jökull hreyfði sig og skreið niður eftir hlíðinni og með því móti stækkaði hann dalinnn. Jökull af þessu tagi kallast hvilftarjökull eða skálarjökull.

Hvílftarjökull
Hvílftarjökull í Austurríki
Skagi, from Hofsós
Hjá Seyðisfirði

Utan eldvirka svæðisins á Íslandi, þ.e. á Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Austurlandi og á Vestfjörðum, hefur langvinnt rof og veðrun mótað landslagið og fjöllin. Þar mynda víðáttumiklir hraunstaflar lagskiptan, sorfinn berggrunn og ísaldarjökull lagðist margoft yfir þetta land. Í hvert sinn skóf hann og svarf berggrunninn í mörg þúsund ár. Smájöklar þeir sem til eru í dag, t.d. á Tröllaskaga urðu eftir og lágu alls staðar í fjallahlíðum þegar ísaldarjökullinn hopaði hratt inn til landsins við lok síðasta jökulskeiðs.

Einhvers konar skál eða dalbotn í fjallshlíð (hvilft) er venjulega sæti hvilftarjökuls. Skálin er meira eða minna þverhnípt efst og innst og til hlíðanna er hún brött en fremst er oft þröskuldur. Þar sem botninn nær heldur dýpra ofan í fjallið en þrepið, geta tjarnir og fannir legið þar fyrir innan eftir hvarf jökulsins. [1]Þekkt dæmi er snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni.


Tilvísanir

breyta
  1. Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur Jarðfræðilýkill. Reykjavík 2004