Jöklar á Tröllaskaga

Jöklar á Tröllaskaga eru allmargir. Þeir liggja milli allt að 1500 metra hárra fjalla, í um 800-1300 metrum og eru kallaðir dal-, skálar- eða hvilftarjöklar. Flestir liggja þeir í skugga fyrir sterkustu sumarsólinni. Jöklarnir eru yfirleitt um 1 km² að stærð en nokkrir ná 3–5 km² stærð. Alls eru þetta um 150 jöklar sem þekkja um 150 km².

Smájöklar við Dýjafjallshnjúk.

Jöklar tóku að myndast og stækka aftur fyrir um 5.500 árum en áður hafði verið um 3000 ára skeið þar sem svæðið var jökullaust. Útbreiðsla þeirra náði hámarki á árunum 1750 til 1900.

Listi yfir helstu jökla

breyta
  • Gljúfurárjökull
  • Tungnahryggsjökull
  • Myrkárjökull
  • Þverárjökull
  • Teigarjökull
  • Búrfellsjökull
  • Deildardalsjökull
  • Barkárdalsjökull
  • Hjaltadalsjökull
  • Bægisárjökull
  • Unadalsjökull
  • Vindheimajökull

Heimild

breyta

NÍ - Jöklar á Tröllaskaga Geymt 25 júní 2020 í Wayback Machine