How I Met Your Mother
How I Met Your Mother (eða Svona kynntist ég móður ykkar) eru bandarískur gamanþættir sem voru frumsýndir á CBS stöðinni 19. september 2005. Síðasti þátturinn var sýndur 31. mars 2014. Höfundar þáttanna eru Craig Thomas og Carter Bays.
How I Met Your Mother | |
---|---|
Tegund | Gaman |
Búið til af | Carter Bays Craig Thomas |
Leikarar | Josh Radnor Jason Segel Cobie Smulders Neil Patrick Harris Alyson Hannigan Cristin Milioti |
Yfirlestur | Bob Saget sem framtíðar-Ted Mosby |
Upphafsstef | „Hey Beautiful“ með The Solids |
Tónskáld | Transcenders |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 9 |
Fjöldi þátta | 208 |
Framleiðsla | |
Lengd þáttar | 22 mín. |
Framleiðsla | Carter Bays Pamela Fryman Rob Greenberg Craig Thomas |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | CBS Stöð 2 |
Myndframsetning | 480i (SDTV) 1080i (HDTV) |
Hljóðsetning | Dolby Digital |
Sýnt | 19. september 2005 – 31. mars 2014 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Þættirnir gerast á Manhattan, New York borg og fylgjast með félags- og ástarlífi Ted Mosby (Josh Radnor) og vina hans Marshall Eriksen (Jason Segel), Robin Scherbatsky (Cobie Smulders), Lily Aldrin (Alyson Hannigan) og Barney Stinson (Neil Patrick Harris). Rauði þráðurinn í þáttunum er sá að aðalpersónan, Ted, með rödd Bob Saget, segir syni sínum og dóttur árið 2030 frá atburðunum sem leiddu til þess að hann kynntist móður þeirra.
How I Met Your Mother hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og hefur alla tíð fengið gott áhorf. Þátturinn hefur unnið sex Emmy-verðlaun, og auk þess tilnefningu sem „Framúrskarandi gamanþáttaröð“ (2009).
Tilkynnt var um 7. þáttaröðina í mars 2011 og hófust sýningar á henni 19. september 2011, en einnig var 8. þáttaröð staðfest. Þættirnir unnu áhorfendaverðlaun Bandaríkjanna árið 2012 í flokknum „Besta gamanþáttaröðin í sjónvarpi“ og Neil Patrick Harris var valinn besti leikari í gamanþætti.
Framleiðsla
breytaHow I Met Your Mother er hugmynd Bays og Thomas, „skrifum um vini okkar og þá fáránlegu hluti sem við gerðum í New York“. Þeir byggðu á vináttu sinni við gerð persónanna, þar sem Ted er lauslega byggður á Bays, og Marshall og Lily lauslega byggð á Thomas og konu hans. Í fyrstu var kona Thomas, Rebecca, á móti því að hafa persónu byggða á sér í þáttunum, en samþykkti það ef þeir fengju Alyson Hannigan til að leika persónuna. Til allrar hamingju var Hannigan laus og var tilbúin til að leika í gamanþáttaröð.
Barinn „MacLaren's“, þar sem hluti þáttanna gerist, er byggður á bar í New York-borg sem heitir McGee's. Hann hefur ímynd sem Carter Bays og Craig Thomas voru báðir hrifnir af og vildu koma inn í þættina. Nafn barsins kemur frá aðstoðarmanni Carter Bays, Carl MacLaren, en eigandi barsins heitir einmitt Carl.
Venjulega er hver þáttur tekinn upp á yfir þremur dögum (flestir gamanþættir eru venjulega teknir á einum degi) og eru yfir 50 atriði í hverjum þætti með snöggum breytingum. Hláturs-upptakan er búin til seinna þegar áhorfendum er sýnd lokaútgáfa þáttarins. Vegna aukins gildissviðs þáttanna sagði Thomas að það væri ómögulegt að taka upp fyrir framan áhorfendasal. Seinni þáttaraðir hafa verið teknar upp fyrir framan áhorfendur við tilefni þar sem minna sett var notað.
Opnunarlagið er hluti af laginu „Hey Beautiful“ með The Soldis, en Bays og Thomas eru meðlimir hljómsveitarinnar. Þættirnir í fyrstu þáttaröðinni byrjuðu oftast með opnunarlaginu. „Köld opnun“ hefur verið notuð síðan í annarri þáttaröð. Áhorfendur sjá einstaka sinnum börn Teds sitjandi í sófa og heyra hann tala við þau þegar hann segir þeim söguna af því hvernig hann kynntist móður þeirra. Thomas hefur sagt að Framtíðar-Ted sé óáreiðanlegur sögumaður, þar sem hann er að reyna að segja sögur, sem gerðust 20 árum áður, og þess vegna misminnir hann stundum. Óáreiðanleiki hans hefur komið fram í þáttum eins og „The Goat“, „Oh, Honey“ og „The Mermaid Theory“. Atriði sem sýnir móður barnanna og börnin var tekið upp í byrjun annarrar þáttaraðar sem endalok þáttanna. Þetta var gert vegna þess að leikararnir verða orðnir fullorðnir þegar lok þáttanna verða.
Á meðan verkfalli bandarískra handritshöfunda stóð 2007-2008 hætti How I Met Your Mother framleiðslu, en þegar verkfallið endaði sneri þátturinn aftur þann 17. mars 2008 með níu nýja þætti. Það var einnig tilkynnt um tímabreytingar til að koma til móts við The Big Bang Theory. Samningar um fjórðu þáttaröðina voru undirritaðir 14. maí 2008 og fór nýja þáttaröðin í loftið 22. september 2008.
Í september 2008 tilkynnti Lifetime sjónvarpsstöðin að þeir hefðu keypt endursýningarréttinn á How I Met Your Mother og höfðu borgað 725.000 dali fyrir hvern þátt. Samkvæmt fjögurra ára áætlun á stöðin að vera búin að sýna 110 þætti árið 2010 og leyfir allt að átta þáttaraðir. Við lok fjórðu þáttaraðar höfðu aðeins 88 þættir verið framleiddir og þess vegna var stöðin tilneydd til þess að sýna að minnsta kosti 22 þætti til viðbótar og tryggði það fimmtu þáttaröðina. Þann 19. maí 2009 var fimmta þáttaröðin tilkynnt. Daginn eftir tilkynnti CBS að How I Met Your Mother færi aftur á sinn upphaflega sýningartíma til að rýma fyrir nýjum gamanþætti, Accidentally on Purpose. Þann 12. janúar 2010 var 100. þátturinn sýndur. Þá var einnig tilkynnt um sjöttu seríuna á CBS. Til að svara því að þátturinn væri að hætta sagði Craig Thomas: „Við erum mjög spenntir yfir því að þátturinn myndi lifa áfram" og að þeir væru stoltir af þættin og að það væri frábært að sjá að fólk vildi enn horfa. Þrátt fyrir staðfestu leikararnir þáttanna að ekki verði fleiri en átta þáttaraðir framleiddar þó að sú níunda og síðasta var framleidd á endanum.
Persónur & leikendur
breytaAðalpersónur
breyta- Josh Radnor sem Ted Mosby
- Jason Segel sem Marshall Eriksen
- Cobie Smulders sem Robin Scherbatsky
- Neil Patrick Harris sem Barney Stinson
- Alyson Hannigan sem Lily Aldrin
- Bob Saget sem Framtíðar-Ted Mosby (aðeins rödd)
Aukapersónur
breyta- Lyndsy Fonseca sem dóttir Framtíðar-Ted Mosby (2005- )
- David Henrie sem sonur Framtíðar-Ted Mosby (2005-)
- Marshall Manesh sem Ranjit (2005-)
- Jon Nieves sem barþjónninn Carl (2005-)
- Charlene Amoia sem þjónustustúlkan Wendy (2005-11)
- Bill Fagerbakke sem Marvin Eriksen Sr. (2005-)
- Danica McKellar sem Trudy (2005-07)
- Ashley Williams sem Victoria (2006, 2011)
- David Burtka sem Scooter (2006-10)
- Joe Manganiello sem Brad (2006-09)
- Bryan Callen sem Bilson (2006-09)
- Taran Killam sem Blauman (2006)
- Alexis Denisof sem Sandy Rivers (2006, 2011-)
- Wayne Brady sem James Stinson (2006-)
- Bryan Cranston sem Hammond Druthers (2006-07)
- Cristine Rose sem móðir Ted, Virgina Mosby (2006-)
- Enrique Iglesias sem Gael (2007)
- Sara Chalke sem Stella Zinman (2008-09)
- Britney Spears sem Abby (2008)
- Bob Odenkirk sem Arthur Hobbs (2008-)
- Chris Romano sem Punchy (2008-)
- Will Forte sem Randy Wharmpess (2008, 2010)
- Frances Conroy sem Loretta Stinson (2009-)
- Benjamin Koldyke sem Don Frank (2009-10)
- Laura Prepon sem Karen (2009-10)
- Chris Elliott sem Mickey Aldrin (2009, 2011, 2012-)
- Rachel Bilson sem Cindy (2010, 2011)
- Ben Vereen sem Sam Gibbs (2010-)
- Jennifer Morrison sem Zoey Pierson (2010-11)
- Laura Bell Bundy sem Becky (2010)
- Kyle MacLachlan sem George "Kapteinninn" van Smoot (2010-11)
- Nazanin Boniadi sem Nora (2011)
- Katy Perry sem "Honey" (2011)
- John Lithgow sem Jerome "Jerry" Whittaker (2011-)
- Kal Penn sem Kevin (2011-12)
- Martin Short sem Garrison Cootes (2011-)
- Becki Newton sem Quinn (2012-)
Stutt ágrip þáttanna
breytaFyrsta þáttaröð
breytaÁrið 2030 sest Ted Mosby (Bob Saget talar fyrir hann) niður með börnunum sínum til að segja þeim söguna af því hvernig hann kynntist móður þeirra.
Sagan byrjar árið 2005, þegar Ted (Josh Radnor) er einhleypur, 27 ára arkitekt, sem býr með tveimur bestu vinum sínum úr háskóla; Marshall Eriksen (Jason Segel), lögfræðinema og Lily Aldrin (Alyson Hannigan), leikskólakennara, sem hafa verið saman í um níu ár, þegar Marshall biður hennar. Trúlofun þeirra veldur því að Ted fer að hugsa um hjónaband og að finna sálufélagann en það líst sjálfskipuðum besta vini hans, Barney Stinson (Neil Patrick Harris),ekki á. Barney er þekktur sem mikill kvennamaður og er starf hans óþekkt.
Ted byrjar þá að leita að sálufélaganum og hittir hann ungan hvatvísan fréttaritara, Robin Scherbatsky (Cobie Smulders), sem hann verður fljótlega ástfanginn af. Robin vill hinsvegar ekki fara of fljótt í samband og ákveða þau að vera vinir. Framtíðar-Ted segir börnunum sínum að hún sé ekki móðir þeirra með því að tala um hana við börnin sín sem „Robin frænku“.
Ted byrjar með bakarnum Victoriu sem hann hittir í brúðkaupi, og veldur það því að Robin verður afbrýðissöm og áttar sig á að hún ber tilfinningar til hans. Victoria flytur til Þýskalands á skólastyrk og reyna hún og Ted fjarsamband. Þegar Ted kemst að því að Robin er hrifin af honum, segir hann henni að hann sé hættur með Victroiu, þrátt fyrir að hann sé ennþá með henni. Þau enda næstum því í rúminu þegar Victoria hringir og Robin svarar óvart. Ted og Victoria hætta þá saman og Robin verður reið út í Ted en sættist síðan við hann og þau byrja saman.
Á meðan fer Lily að hugsa um hvort að hún hafi misst af einhverjum tækifærum vegna sambands sísn við Marshall, og ákveður hún að fara á listanámskeið í San Francisco og hættir með Marshall í kjölfarið. Þáttaröðin endar á því að Ted kemur aftur í íbúðina, eftir að hafa eytt nóttinni með Robin í fyrsta skipti og finnur Marshall sitjandi í rigningunni með trúlofunarhring Lily.
Önnur þáttaröð
breytaTed og Robin eru loksins saman og hryggbrotinn Marshall reynir að halda í lífinu án Lily. Lily áttar sig á að hún er ekki listamaður og snýr aftur til New York. Hún og Marshall byrja aftur saman og endar þáttaröðin á brúðkaupi þeirra. Barney tapar „slap bet“ sem leyfir Marshall að slá hann fimm sinnum hvenær sem er í framtíðinni, þegar Marshall vill, en það gerir hann tvisvar sinnum í þáttröðinni. Það kemur í ljós að Barney á svartan, samkynhneigðan bróður (Wayne Brady). Barney trúir því að Bob Barker sé faðir hans og fer hann til Kaliforníu til að taka þátt í þættinum The Price is Right. Síðan komast allir í hópnum að því að Robin var kanadísk poppstjarna í byrjun 10. áratugarins og átti smellinn, „Let's Go To The Mall“. Barney horfir margoft á tónlistarmyndband lagsins.
Í lokaþættinum, segir Ted Barney frá því að hann og Robin hafi ekki verið saman í nokkrun tíma, vegna mismunandi skoðana þeirra á hjónabandi. Þau sögðu ekki neinum frá því til að forðast það að draga athygli frá brúðkapi Marshalls og Lilyar. Barney endar þáttaröðina á orðunum „þetta verður sögu - bíddu eftir því“.
Þriðja þáttaröð
breytaRobin snýr aftur úr ferð til Argentínu með kærastanum Gael (Enrique Iglesias) og verður Ted að sætta sig við Robin er bara vinur hans. Marshall og Lily ákveða að flytja í sitt eigið húsnæði og verða ástfangin af íbúð sem þau hafa ekki efni á. Marshall kemst að því að Lily er haldin kaupæði og skuldi mikla peninga, sem kemur í veg fyrir að þau geti tekið hagstætt lán. Þrátt fyrir það geta þau keypt draumaíbúðina en komast þá að því að hún er illa staðsett og í mun verra ástandi en þau gerðu sér greinfyrir. Barney er sleginn í þriðja skiptið á þakkargjörðinni en Marshall kallar hátíðina „Slapsgiving“.
Ted segir börnunum sínum að hann hitti móður þeirra í gegum sögu af gulu regnhlífinni hennar. Hann finnur regnhlífina á klúbbi og tekur hana heim með sér eftir að hafa farið í partý á degi heilags Patreks þar sem framtíðar-konan hans var, þrátt fyrir að þau hafi ekki hist. Ted reynir að heilla Stellu (Sarah Chalke), húðsjúkdómalækni sem hann fer til vegna vandræðalegs húðflúrs. Þetta leiðir til eftirminnilegs tveggja mínútna stefnumóts, sem inniheldur samtal, kvöldmat, kvikmynd, kaffi, tvær leigubílaferðir og koss, allt á innan við tveimur mínútum. Robin sefur hjá Barney eftir að hann huggar hana eftir sambandsslit, sem leiðir til þess að Ted vill ekki vera vinur hans lengur. Eftir það ákveður Ted að vera ekki vinur Barneys lengur. Á meðan fer ókunnug kona að eyðileggja tilraunir Barneys til að næla í stelpur. Það reynist vra Abby (Britney Spears), ritari Stellu, en hún er fúl út í hann fyrir að hafa ekki hringt í hana eftir að þau sváfu saman.
Í lokaþættinum, eftir að Ted og Barney lenda í sitthvoru bílslysinu og lenda á spítala, endurnýja þeir vináttuna. Það kemur í ljós að Barney ber miklar tilfinningar til Robin og Ted biður Stellu að giftast sér.
Fjórða þáttaröð
breytaStella játast Ted. Robin tekur nýju starfi í Japan en hættir fljótlega og snýr aftur til New York til að fara í brúðkaup Teds. Stella yfirgefur Ted við altarið og byrjar aftur með barnsföður sínum, Tony. Barney glímir við tilfiningar sínar í garð Robin þegar fyrirtækið hans setur hann í framkvæmdarhóp nýs fyrirtækis, Goliath National Bank (GNB).
Marshall og Lily flytja inn í nýju íbúðina og velta því fyrir sér hvort að þau séu tilbúin til að eignast börn. Robin verður sambýlingur Teds þegar hún fær starf sem stjórandi morgunþáttar sem fer í loftið klukkan fjögur á morgnana. Ted kemst að því að Barney er ástfanginn af Robin þegar Ted og Robin byrja að sofa saman til að koma í veg fyrir sífelldar deilur.
Ted kemst að því að Lily hefur eyðilagt öll sambönd hans með konum sem henni líkaði ekki við og gæti hafa hjálpað til við sambandsslit hans og Robin. Robin og Ted enda á því að tala um það, og verður það til þess að vinátta þeirra verður betri. Þegar Barney sefur loksins hjá 200. konunni, eftir að hafa nuddað því framan í strák sem stríddi honum þegar hann var yngri, hugsar hann um hvað hann eigi að gera það sem eftir er lífsins en það gerir hann enn vissari um tilfinningar sínar í garð Robin.
Þegar Ted er með gulu regnhlífina rekst hann á Stellu og Tony. Tony kemur seinna í heimsókn og vottar honum samúð sína eftir að hafa misst Stellu. Tony býður honum starf sem kennari í arkitektúr en Ted hafnar því.
Í lokaþættinum kemst Robin að því að Barney er ástfanginn af henni. Ted ákveður að hann sé hættur að vera arkitekt og ákveður að fara að kenna frekar. Lokaþátturinn endar á því að Ted er að undirbúa sig fyrir fyrsta tímann og Framtíðar-Ted segir að ein af konunum í bekknum sé móðir þeirra.
Fimmta þáttaröð
breytaTed byrjar fyrsta daginn sinn sem kennari, standandi í miðri kennslustofu - þrátt fyrir að móðirin hafi verið þar, reynist þetta þó ekki vera arkitektatíminn sem hann átti að vera að kenna. Barney og Robin hafa átt í kynferðislegu samabandi um sumarið og Lily læsir þau inni í herbergi og neyðir þau til að ákvarða hvað samband þeirra er. Eftir erfiðan tíma ákveða þau að hætta saman. Robin lýsir þessu þó þannig að þau séu tveir vinir að byrja aftur saman. Barney snýr strax til eldri siða, og notar leikjabókina til að ná í konur. Í gegnum þáttaröðina sjást merki þess að Robin og Barney sjái eftir sambandinu.
Ted byrjar samband með nemanda sem heitir Cindy (Rachel Bilson) og kemur í ljós að herbergisfélagi hennar sé framtíðar-konan hans. Robin hittir Don, nýjan samstarfsmann í morgunþættinum. Þrátt fyrir að henni líki ekki við hann í fyrstu byrja þau saman eftir nokkurn tíma og flytja inn saman. Í lok seríunnar hætta þau saman þegar Don tekur starfi í Chicago, þrátt fyrir að Robin hafi hafnað starfinu til að geta verið með honum. Marshall lemur Barney í fjórða sinn, aftur á þakkargjörðinni. Ted kaupir hús, sem þarfnast mikilla viðgerða, en það kemur seinna fram að þetta er húsið sem Ted mun búa í með fjölskyldunni.
Lily og Marshall ræða hugmyndina um að eignast barn, þrátt fyrir að Lily sé óviss. Parið ákveður að láta það eiga sig þar til þau sjá síðasta tvífara hópsins. Að lokum sér Lily mann sem hún telur vera síðasta tvífarann, þó að restin af hópnum mótmæli því, sýnir það að þau eru bæði tilbúin til að eignast barn.
Sjötta þáttaröð
breytaTed sér Cindy aftur með stelpu sem hann heldur að sé herbergisfélagi hennar en hún reynist vera kærasta Cindy sem hún giftist seinna. Það kemur fram að Ted hittir fyrst framtíðar-eiginkonu sína þegar hann þykist vera svaramaður í brúðkaupi (þar sem hann er úti í rigningunni án regnhlífar).
Lily verður reið þegar Marshall segir fjölskyldunni sinni að þau séu að reyna að eignast barn, en þau leysa úr sínum málum. Móðir Barneys ákveður að selja húsið sem hann ólst upp í. Á meðan hann pakkar niður hlutunum úr húsinu, sjá James og Barney ósent bréf til Sam Gibbs, sem verður til þess að þeir finna föður James. Loretta býður Barney að vita hver faðir hans sé en Barney rífur það eftir að hann áttar sig á því hverju Loretta hefur fórnað sem einstæð móðir.
Lily reynir að fá Robin til að eyða símanúmeri Dons og þrátt fyrir að það gerist ekki strax gleymir Robin að lokum númerinu og segist vera komin yfir sambandi. Nýi meðstjórnandi Robin, Becky, stelur kastljósinu og kemur það Robin í uppnám.
Ted hafnar tilboði frá Goliath National Bank um að hanna nýjar höfuðstöðvar bankans en samþykkir það seinna. Höfuðstöðvar GNB eiga að vera byggðar þar sem nú er gamalt hús, sem reyndar er kennileiti byggingarlistar. Þetta verður til þess að Ted lendir í deilum við Zoey (Jennifer Morrison), fallega konu sem er reið yfir því að rífa eigi kennileitið. Zoey skráir sig í tíma Teds og fær nemendur hans til liðs við sig til að bjarga byggingunni. Barney uppgötvar að maðurinn sem hann kallaði frænda sinn þegar hann var lítill er í rauninni faðir hans en biður Robin um að minnast ekki á það við neinn.
Robin segir sögu af gamalli vinkonu sinni frá Kanada, Jessicu Glitter (Nicole Scherzinger), og útskýrir að vinir vaxi í sundur. Ted sannar mál sitt með því að hringja í gamla vin sinn, Punchy, sem verður til þess að hann birtist í New York. Seinna biður hann Ted um að vera svaramaður í brúðkaupinu hans. Það virðist vera brúðkaupið í byrjun þáttaraðarinnar, þar sem Ted verður að halda ræðu, og þá bað Robin Ted um að vera svaramaðurinn í hennar brúðkaupi. Ted og vinir hans halda þakkargjörðina heima hjá Zoey og Ted og Zoey verða vinir, þrátt fyrir að þau beri miklar tilfinningar hvor til annars. Ted fer í bátsferð með eiginmanni Zoey, „Kapteininum“, á meðan „hafmeyjukenning“ Barneys hindrar Marshall í að eiga góðan kvöldverð með Robin. Þegar Marshall og Lily gætu verið ólétt hefur það djúpstæð áhrif á hópinn og neyðir þau til að endurskoða líf sín. Á meðan byrjar Robin í nýju starfi, Barney uppgötvar ánægjun sem fylgir því að gefa á jólunum og Ted byrjar á skyldum sínum fyrir brúðkaup Punchies.
Marshall grunar að hann sé ástæða þess að Lily verður ekki ólétt eftir að hafa farið á fund með frjósemislækni, sem einnig reynist vera tvífari Barneys. Hann kemst að því að hann er fullkomlega frjór og er mjög hamingjusamur en fær seinna þær slæmu fréttir að faðir hans sé dáinn. Hópurinn reynir að styðja Marshall og Lily reynir að hjálpa mömmu hans á meðan jarðaförinni stendur en Marshall hefur nóg að hugsa um þegar hann áttar sig á að hann á eftir ein hljóðskilaboð frá föður sínum. Barney hringir í móður sína og segir að hann sé loksins tilbúinn til að hitta alvöru föður sinn.
Ted er ástfanginn af Zoey, en þar sem Zoey er gift, slítur hann vináttunni. Zoey er líka ástfangin af Ted og sækir um skilnað frá eiginmanninum. Þar sem hvorugt veit hvernig hinu líður segir Marshall þeim það hvoru í sínu lagi og hann segir Ted líka frá skilnaði Zoey og þau kyssast.
Sjöunda þáttaröð
breytaSjöunda þáttaröðin hefst með því að litið er inn í framtíðina þegar Ted er að hjálpa Barney að gera sig tilbúinn fyrir brúðkaupið sitt, en brúðurin er óþekkt. Í nútíðinni fær Marshall starf sem umhverfislögfræðingu á meðan Lily fæst við óléttuna. Barney sannar fyrir Noru að hann geti verið góður kærasti á meðan Robin ber enn tilfinningar til Barney. Robin fer í dómsskipaða meðferð, þar til sálfræðingurinn hennar, Kvein (Kal Penn), segir að honum finnist hún aðlaðandi og geti þess vegna ekki verið sálfræðingurinn hennar lengur. Þau byrja saman.
Þegar framtíðar Ted hugsar um fellibylinn Irene, kemur í ljós að Lily og Marshall gátu barnið sitt í íbúð Barney, og Barney og Robin sofa saman. Barney og Robin átta sig bæði á því sem þau hafa gert og ákveða að hætta í sínum ástarsambödnum. En Robin ákveður hins vegar að vera áfram með Kevin, sem veldur Barney miklum vonbrigðum þar sem hann hætti með Noru. Marshall og Lily ákveða að þau vilji flytja til Long Island, eftir að afi og amma hennar bjóða þeim húsið sitt þar.
Verðlaun og tilnefningar
breytaÁr | Niðurstaða | Flokkur | Verðlaun | Viðtakandi/viðtakendur |
---|---|---|---|---|
2006 | Vann | Framúrskarandi vinnsla þáttaraðar | Emmy-verðlaun | Starfsfólk |
Vann | Framúrskarandi kvikmyndataka í þáttaröð | Starfsfólk | ||
Tilnefning | Uppáhalds Nýi Gamanþátturinn | Peoople's Choice-verðlaun | Leikarar og starfsfólk | |
2007 | Vann | Framúrskarandi vinnsla þáttaraðar | Emmy-verðlaun | Starfsfólk |
Tilnefning | Framúrskarandi klipping á þáttaröð | Starfsfólk | ||
Tilnefning | Framúrskarandi leikari í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Neil Patrick Harris | ||
Tilnefning | Uppáhalds sjónvarpsleikari: Gaman | Teen Choice-verðlaun | Neil Patrick Harris | |
2008 | Vann | Framúrskarandi vinnsla þáttaraðar | Emmy-verðlaun | Starfsfólk |
Tilnefning | Framúrskarandi leikari í gamanþáttaröð | Neil Patrick Harris | ||
Tilnefning | Uppáhalds stjarna sem stelur senunni | People's Choice-verðlaun | Neil Patrick Harris | |
Tilnefning | Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gaman | Teen Choice-verðlaun | Leikarar og starfsfólk | |
Tilnefning | Uppáhalds sjónvarpsleikari: Gaman | Neil Patrick Harris | ||
2009 | Tilnefning | Framúrskarandi gamanþáttaröð | Emmy-verðlaun | Starfsfólk |
Tilnefning | Framúrskarandi leikari í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Neil Patrick Harris | ||
Vann | Framúrskarandi vinnsla þáttaraðar | Starfsfólk | ||
Tilnefning | Framúrskarandi klipping á gamanþáttaröð | Starfsfólk | ||
Tilnefning | Besta frammistaða leikara í aukahlutverki | Golden Globe-verðlaun | Neil Patrick Harris | |
Tilnefning | Uppáhalds gestastjarna sem stal senunni | People's Choice-verðlaun | Britney Spears | |
2010 | Tilnefning | Besta frammistaða leikara í aukahlutverki | Golden Globe verðlaun | Neil Patrick Harris |
Vann | Uppáhalds leikkona í gamanþáttaröð | People's Choice-verðlaun | Alyson Hannigan | |
Tilnefning | Framúrskarandi leikari í aukahlutverki í gamanþáttaröð | Emmy verðlaun | Neil Patrick Harris | |
2011 | Tilnefning | Uppáhalds sjónvarpsleikkona | People's Choice verðlaun | Alyson Hannigan |
Vann | Uppáhalds sjónvarpsleikari | People's Choice verðlaun | Neil Patrick Harris |
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „How I Met Your Mother“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2011.