Barney Stinson
Barney Stinson er persóna í þáttunum How I Met Your Mother sem Neil Patrick Harris leikur. Hann gengur venjulega alltaf í jakkafötum og vinnur hjá Goliath National Bank og er svo til samviskulaus kvennaflagari. Barney hefur sett saman lista yfir þær konur sem hann hefur sofið hjá og samkvæmt honum eru þær „fleiri en tungumálin í Afríku“. Persónur þáttaraðarinnar hanga mikið á MacLaren's barnum. Besti vinur Barneys er Ted en hann er annarrar skoðunar. Fyrsta konan sem Barney Stinson sængaði hjá var kölluð „Randa the Man Maker“.