Kyle Merritt MacLachlan (f. 22. febrúar 1959) er bandarískur leikari, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem lögreglumaðurinn Dale Cooper í sjónvarpsþáttunum Tvídröngum eftir David Lynch. Hann lék líka aðalhlutverk í tveimur öðrum kvikmyndum Lynch, Dune og Blátt flauel. Meðal annarra kvikmynda sem hann hefur leikið í eru The Hidden, The Doors, The Flintstones, Showgirls og Inside Out. Hann hefur líka leikið hlutverk í sjónvarpsþáttum eins og Beðmál í borginni og Aðþrengdar eiginkonur.

Kyle MacLachlan árið 2017.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.